Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Það sem Ísland gæti lært af finnska skólakerfinu

Ár­um sam­an hef­ur mennta­kerfi Finn­lands ver­ið ann­ál­að fyr­ir fram­sækni og ár­ang­ur, sem með­al ann­ars birt­ist í góð­um nið­ur­stöð­um PISA-rann­sókn­anna. Hvað hafa Ís­lend­ing­ar gert sem ger­ir það að verk­um að okk­ar ár­ang­ur er ekki eins góð­ur, og hvað hafa Finn­ar gert rétt sem við get­um tek­ið upp hér á landi?

Frammistaða íslenskra nemenda í PISA-könnuninni hefur aldrei verið verri og er áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hefur hrakað mikið á síðastliðnum áratug, læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá fyrstu könnun og lesskilningur er einnig undir meðaltali OECD-ríkja. Í fréttatilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að nauðsynlegt sé að grípa strax til aðgerða, meðal annars með því að athuga hvað hægt sé að læra af reynslu annarra landa, svo sem nágranna okkar á Norðurlöndum. Þá hefur Kennarasamband Íslands lýst yfir áhyggjum af niðurstöðum könnunarinnar og kallar á eftir aðgerðum sem fela ekki í sér skyndilausnir, heldur lausnir til langs tíma og felast í að bæta starfsaðstæður kennara og námsaðstæður nemenda.

Ef litið er til annarra Norðurlanda stendur Finnland upp úr. Síðan niðurstöður fyrstu PISA-rannsóknanna voru birtar árið 2001 hafa Finnar ávallt verið í efstu sætum í þeim greinum sem þar eru skoðaðar; stærðfræði, frammistöðu í lestri og náttúrufræði. Íslendingar hafa yfirleitt verið í meðaltali þegar kemur að PISA, en hafa þó dalað umtalsvert síðustu ár. Þegar leitað er að ástæðu þessara niðurstaðna kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós.

Uppbygging skólakerfis landanna er talsvert ólík. Mikil valddreifing er í finnska menntakerfinu á móti mikilli miðstýringu hins íslenska. Sveitarfélög, skólastjórnendur og kennarar hafa umtalsvert meira frelsi í starfi í Finnlandi en hér á landi hvað varðar áherslur, úrlausnir, námsefni og kennsluaðferðir. Einnig er mikil virðing borin fyrir kennararstéttinni í Finnlandi og árlega sækja bestu nemendur landsins um að komast í kennaranám, þar sem færri komast að en vilja.

Finnskir skólar virðast þjóna nemendum sínum vel, óháð fjölskyldumynstri, efnahagslegum bakgrunni eða getu. 

Eins og áður segir hafa Finnar borið af í námsárangri undanfarna áratugi, sérstaklega í grunnskólum. Þessi góði árangur er einnig áberandi jafn á milli skóla. Finnskir skólar virðast þjóna nemendum sínum vel, óháð fjölskyldumynstri, efnahagslegum bakgrunni eða getu. Þær hægfara breytingar sem átt hafa sér stað á finnska skólakerfinu hafa skilað sér í árangri á heimsmælikvarða og hefur vakið forvitni heimsbyggðarinnar á því hvað það er sem Finnar eru að gera rétt.

Tilraunir til að afrita árangurinn

Fyrir árið 2000 voru Finnar sjaldnast ofarlega á listum yfir lönd með bestu menntakerfin. Finnland hefur að vísu ávallt komið vel út í mælingum á læsi en í þeim fimm mælingum sem til eru á milli 1962 og 1999, sem tóku saman frammistöðu í stærðfræði og vísindum, komust Finnar aldrei yfir meðaltalið. Ávinningur Finna í þessum efnum hefur gerst smám saman á síðustu fjórum áratugum. Hin góða staða nú er vegna stöðugrar, hægrar framþróunar en ekki afleiðing áberandi róttækra umbóta sem einn flokkur eða stjórnmálamaður stóð fyrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár