Fagnar öllu sem bítur á
Uppskrift

Fagn­ar öllu sem bít­ur á

Dögg Hjaltalín, eig­andi bóka­út­gáf­unn­ar Sölku, er for­fall­in veiði­kona og veit fátt skemmti­legra en að standa á ár­bakka í góðra vina hópi og gleðj­ast yf­ir góð­um feng. Veiði­ferð­ir snú­ast þó um fleira en veið­ina sjálfa, fé­lags­skap­ur­inn og fæð­ið eru stór hluti af skemmt­un­inni og Dögg er sér­fræð­ing­ur í að pakka í nestistösk­ur fyr­ir veiði­ferð­ir, auk þess sem hún eld­ar auð­vit­að fisk­inn sem hún veið­ir af sannri lyst.
Jafnast ekkert á við gott stelpupartí
Uppskrift

Jafn­ast ekk­ert á við gott stelpupartí

Sumar­ið er tím­inn, eins og skáld­ið sagði, og þá vilj­um við gjarn­an safna í kring­um okk­ur skemmti­legu fólki og halda sum­arpartí – helst í garð­in­um. Það er þó ekki endi­lega víst að par­tí­ið verði eins flott og við höfð­um hugs­að okk­ur og því ekki úr vegi að leita góðra ráða hjá fólki með sér­þekk­ingu. Marta María Jón­as­dótt­ir, drottn­ing­in af Smartlandi, kann flest­um bet­ur að halda gott partí, auk þess sem hún er eð­al­kokk­ur og var mat­reiðslu­bók henn­ar, MMM, til­nefnd til Gourmand-verð­laun­anna í fyrra.
Uppskrift: Sumarsalat með sólartilfinningu
Uppskrift

Upp­skrift: Sum­arsal­at með sól­ar­til­finn­ingu

Sumar­ið er kom­ið, hvað sem hita­stig­inu líð­ur, og þá þrá­um við flest létt­ari mat, helst með fersk­um ávöxt­um, og gjarna svo­lít­ið fram­andi yf­ir­bragði. Þetta skel­fiskssal­at upp­fyll­ir öll skil­yrði um sum­armat og það ligg­ur við að mað­ur sjái fyr­ir sér sól­ina glampa á hvít­víns­glasi á dekk­uðu borði úti í garði á heit­um degi við lest­ur upp­skrift­ar­inn­ar. Og ef hann rign­ir þá fær­ir sal­at­ið okk­ur sum­ar­til­finn­ing­una beint í æð þótt við eld­hús­borð­ið sé.

Mest lesið undanfarið ár