Pétur Jónsson hefur borðað marga góða rétti í gegnum tíðina en segir aðalréttina í lífi sínu alltaf verða þá sem hann gerir sjálfur og gefur öðrum að borða, því að þeir veiti honum mesta ánægju. „Ég er pínulítið eins og týpísk ítölsk mamma að því leyti, fátt gleður mig meira en að sjá fólk taka hraustlega til matar síns,“ segir hann. Hér deilir hann nokkrum af þeim réttum sem hann hefur náð mestu valdi á, oft eftir alls konar tilraunir sem hafa endað misvel „eins og hjá öllum ástríðufullum heimakokkum“.
Carbonara
Ég bjó í Róm í nokkur ár, og þaðan tók ég með mér ástina á góðu Carbonara, ásamt almennum áhuga á ítalskri matargerð, sem síðan hefur fylgt mér.
Þetta er sáraeinfaldur réttur, en samt er lygilega einfalt að klúðra honum ef tímasetningarnar eru ekki réttar. En þegar vel tekst til er þetta einfaldlega æðislegt. Ég nota linguine frá Frú Laugu, pancetta ef ég get fundið það, annars gott beikon. Stílbrotið frá ítölsku hefðinni er að ég ber þetta gjarnan fram með salati með góðri lime-vinegraittu, til að fá bjartari nótur með þessum annars frekar þunga rétti.
Athugasemdir