Í stuttu og einföldu máli byggist sous vide-aðferðin á því að hægelda mat í vatnsbaði og í lofttæmi. Hún er ekki ný af nálinni og hefur verið notuð af atvinnukokkum um árabil. Á síðustu árum hefur aðferðin þó færst inn í heimahús, þar sem æ fleiri áhugakokkar hafa fært sig upp skaftið og gert tilraunir með aðferðina. Og það er ekki að ástæðulausu. Hún þykir nefnilega tryggja hina fullkomnu eldun. Vökvinn og bragðið kjötbitans helst til að mynda í honum en hverfur ekki út á grillið eða á pönnuna eins og við hefðbundna eldun. Aðferðin reynist líka vel þegar elda á fisk. Það eina sem þarf til verksins er plastpoki og vatnshitastillir, þó til séu sérstakir pokar og vatnsofnar sem auðvelda verkið.
1) Settu allt sem þú ætlar að elda í plastpoka og lofttæmdu hann, ýmist með því að þrýsta loftinu út eða með lítilli lofttæmingarvél. Hægt er að nota …
Athugasemdir