Þegar Helgi Svavar Helgason á lausa stund bregður hann sér oftar en ekki inn í eldhús og býr til sultur, hot sauce eða jafnvel kimchi, kóresku gerjuðu grænmetisblönduna, sem margir segja ávanabindandi. En hvað er þetta kimchi, hvar kynntist Helgi því, hvað er svona gott við það, en kannski fyrst af öllu – hvernig býr hann það til?
Ég byrja á að ná mér í kínakál, skola það og salta digurlega á milli blaðanna. Svo læt ég þetta liggja við stofuhita í 3 tíma og sný því á 40 mínútna fresti, þar til hægt er að beygja stilkinn í U án þess að hann brotni. Á meðan sýð ég saman vatn og hrísgrjónamjöl, með örlitlu af hrásykri og bý til þykkni úr því. Legg það til hliðar og læt það kólna. Það næsta sem ég geri er að hakka saman lauk, hvítlauk og engifer. Næst koma gulrætur og kínahreðka, sem ég saxa niður í strimla. Svo tek ég vorlauk og sker góðan slatta af honum og set svo í skál góðan slatta af fiskisósu. Ofan í það fara smárækjur í mauki, ég
Athugasemdir