Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Það sem þú þarft að vita til að tína sveppi

Hér á Ís­landi vex þónokk­ur fjöldi af bragð­góð­um æti­svepp­um, eins og kóng­svepp­ur, gorkúla og kantar­ellu­svepp­ur, þótt sá síð­ast­nefndi sé af­ar sjald­gæf­ur.

Það sem þú þarft að vita til að tína sveppi

Við hrunið árið 2008 hættu Íslendingar að eyða um efni fram og tóku upp annars konar og hófsamari lífsstíl, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Allt í einu fór fólk aftur að prjóna, taka slátur, tína ber og annað nytsamlegt sem hafði þótt púkó í góðærinu. Viðgerðarverkstæði réðu varla við verkefnin sem hlóðust upp, fólk hætti að henda rafmagnstækjum og fór frekar með þau í viðgerð. Húsgögn úr vörubrettum komust í tísku og fjölskyldufeður seldu annan bílinn því þeir voru farnir að hjóla í vinnuna. Nú, átta árum síðar, hefur hálfgert góðæri skollið aftur á, byggingakranar eru löngu komnir á loft og veðrið er aftur orðið óvenju gott, eins og tíðkast í góðæri. Sem betur fer virðast þó ekki allir jafn ginnkeyptir og áður, og margt af því góða sem við lærðum af hruninu hefur haldist við. Hjá mörgum fjölskyldum hefur það orðið að hefð að fara í berjamó í lok sumars, en hjá öðrum er það einnig hefð að tína sveppi, eða fara í sveppamó.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár