Nóg að lesa fyrir börn og ungmenni

Mik­il gróska er í út­gáfu barna- og ung­menna­bóka um þess­ar mund­ir, hvort sem er eft­ir ís­lenska eða er­lenda höf­unda. Í Bóka­tíð­ind­um, sem Fé­lag ís­lenskra bóka­út­gef­enda gef­ur út, kem­ur fram að rétt tæp­lega helm­ing­ur barna­bóka sem koma út nú fyr­ir jól­in eru eft­ir ís­lenska höf­unda. Eft­ir­far­andi listi, sem tek­ið skal fram að er langt frá því að vera tæm­andi, sýn­ir nokk­ur þeirra verka sem gefn­ar hafa ver­ið út eft­ir ís­lenska höf­unda sem skrifa fyr­ir börn eða ung­menni í ár.

Nóg að lesa fyrir börn og ungmenni
Nokkrar nýútkomnar Mikill fjöldi bóka fyrir börn og ungmenni kemur út fyrir jólin. Myndin sýnir nokkrar þeirra.

Nornasaga – Hrekkjavakan eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur

Aðalsöguhetja bókarinnar, Katla, opnar óvart galdragátt á hrekkjavökunni og inn um hana smýgur Gullveig, ævaforn norn í hefndarhug. Til að bjarga heiminum, og lífi besta vinar síns, þarf hún að hafa hraðar hendur því tíminn er naumur! Kristín Ragna Gunnarsdóttir er höfundur bæði mynda og texta. Hún hefur myndskreytt fjölda bóka í gegnum tíðina og oft hlotið viðurkenningar fyrir bækur sínar, meðal annars Íslensku myndskreytingaverðlaunin í tvígang. 

Rauði hatturinn og Krummi eftir Ásgerði Búadóttur 

Listasafn Íslands gefur nú út bókina Rauða hattinn og Krumma í annað sinn, í minningu Ásgerðar Búadóttur, sem bæði skrifaði og myndskreytti bókina, en hún var fyrst gefin út af Helgafelli árið 1961. Klippimyndirnar í bókinni eru einfaldar að formi, lifandi og fallegar. Textinn er prentaður á fimm tungumálum, íslensku, ensku, þýsku, dönsku og frönsku. Hvert tungumál hefur sinn lit af þeim fimm litum sem myndirnar eru í og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár