Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nóg að lesa fyrir börn og ungmenni

Mik­il gróska er í út­gáfu barna- og ung­menna­bóka um þess­ar mund­ir, hvort sem er eft­ir ís­lenska eða er­lenda höf­unda. Í Bóka­tíð­ind­um, sem Fé­lag ís­lenskra bóka­út­gef­enda gef­ur út, kem­ur fram að rétt tæp­lega helm­ing­ur barna­bóka sem koma út nú fyr­ir jól­in eru eft­ir ís­lenska höf­unda. Eft­ir­far­andi listi, sem tek­ið skal fram að er langt frá því að vera tæm­andi, sýn­ir nokk­ur þeirra verka sem gefn­ar hafa ver­ið út eft­ir ís­lenska höf­unda sem skrifa fyr­ir börn eða ung­menni í ár.

Nóg að lesa fyrir börn og ungmenni
Nokkrar nýútkomnar Mikill fjöldi bóka fyrir börn og ungmenni kemur út fyrir jólin. Myndin sýnir nokkrar þeirra.

Nornasaga – Hrekkjavakan eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur

Aðalsöguhetja bókarinnar, Katla, opnar óvart galdragátt á hrekkjavökunni og inn um hana smýgur Gullveig, ævaforn norn í hefndarhug. Til að bjarga heiminum, og lífi besta vinar síns, þarf hún að hafa hraðar hendur því tíminn er naumur! Kristín Ragna Gunnarsdóttir er höfundur bæði mynda og texta. Hún hefur myndskreytt fjölda bóka í gegnum tíðina og oft hlotið viðurkenningar fyrir bækur sínar, meðal annars Íslensku myndskreytingaverðlaunin í tvígang. 

Rauði hatturinn og Krummi eftir Ásgerði Búadóttur 

Listasafn Íslands gefur nú út bókina Rauða hattinn og Krumma í annað sinn, í minningu Ásgerðar Búadóttur, sem bæði skrifaði og myndskreytti bókina, en hún var fyrst gefin út af Helgafelli árið 1961. Klippimyndirnar í bókinni eru einfaldar að formi, lifandi og fallegar. Textinn er prentaður á fimm tungumálum, íslensku, ensku, þýsku, dönsku og frönsku. Hvert tungumál hefur sinn lit af þeim fimm litum sem myndirnar eru í og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár