Nornasaga – Hrekkjavakan eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur
Aðalsöguhetja bókarinnar, Katla, opnar óvart galdragátt á hrekkjavökunni og inn um hana smýgur Gullveig, ævaforn norn í hefndarhug. Til að bjarga heiminum, og lífi besta vinar síns, þarf hún að hafa hraðar hendur því tíminn er naumur! Kristín Ragna Gunnarsdóttir er höfundur bæði mynda og texta. Hún hefur myndskreytt fjölda bóka í gegnum tíðina og oft hlotið viðurkenningar fyrir bækur sínar, meðal annars Íslensku myndskreytingaverðlaunin í tvígang.
Rauði hatturinn og Krummi eftir Ásgerði Búadóttur
Listasafn Íslands gefur nú út bókina Rauða hattinn og Krumma í annað sinn, í minningu Ásgerðar Búadóttur, sem bæði skrifaði og myndskreytti bókina, en hún var fyrst gefin út af Helgafelli árið 1961. Klippimyndirnar í bókinni eru einfaldar að formi, lifandi og fallegar. Textinn er prentaður á fimm tungumálum, íslensku, ensku, þýsku, dönsku og frönsku. Hvert tungumál hefur sinn lit af þeim fimm litum sem myndirnar eru í og …
Athugasemdir