Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Cell7 skaraði fram úr á Iceland Airwaves

Ragna Kjart­ans­dótt­ir hef­ur lagt mikla vinnu í rapp­verk­efn­ið sitt Cell7, en hún skil­aði sér í glæsi­leg­um tón­leik­um sem skildu eft­ir sig mik­il hug­hrif.

Cell7 skaraði fram úr á Iceland Airwaves
Best á Airwaves Að mati pistlahöfundar bauð Ragna, eða Cell7, uppá bestu tónleikana á Airwaves í ár. Mynd: Ian Young / Nounpusher

Airwaves-hátíðin í ár markaði ákveðin tímamót, því ráðist var í talsverðan niðurskurð á fjölda hljómsveita sem spiluðu og staða sem spilað var á. Ekki liggja enn fyrir tölur úr miðasölu og búast má við því að þær verði ekki auglýstar í bráð, en ljóst er að ekki seldust 9.000 miðar eins og fyrri ár, þegar hátíðin var sem sterkust.

Jákvæða hliðin á þessari þróun er sú að sjaldan mynduðust langar raðir. Á fyrri árum þurftu skipuleggjendur að stilla upp vinsælum tónleikum á sama tíma, þannig að þeir myndu tvístra gestum á tvo eða þrjá mismunandi staði. Það virðist ekki hafa verið nauðsynlegt í ár. Aðalnúmer hátíðarinnar voru sýnilega látlausari en fyrri ár, en engin ein sveit var tilkynnt sem „headline“ hljómsveit í ár. Eiginleg aðalnúmer voru bandaríski kántrísöngvarinn Orville Peck, kanadíski indístrákurinn Mac DeMarco, listræna rokksveitin Mammút, gjörningarsveitin Hatari og poppstórsveitin Of Monsters and Men.

Nóg af áhugaverðum tónleikum

Úrval af tónlistarstefnum var takmarkaðra en fyrri ár og var aðallega að finna popplegar og meginstraumslegar sveitir frá Íslandi, Norðurlöndunum og Bretlandi. Að því sögðu var ekki skortur á áhugaverðum tónleikum til að kíkja á. Kælan Mikla sýndi til dæmis frábær tilþrif á opnunartónleikum hátíðarinnar, en sveitin fyllti Hafnarhúsið með drungalegum og tilfinningaríkum gotneskum synth-hljómum og taktföstum bassadrunum. Mammút spilaði aðeins fullorðinslegri tilfinningarússíbana, en á þeim tónleikum myndaðist hvað lengsta röð hátíðarinnar þar sem hundruð gesta komust ekki inn í tæka tíð.

Grísalappalísa kvaddi hátíðina, og hugsanlega alla tónlistarsenuna, með ærslafullum tónleikum sínum þar sem þeir fóru í gegnum úrval af helstu slögurunum af öllum þremur plötum sínum. Hatari flutti glæsilega tónleika í Hafnarhúsinu og endurtók þá síðan aftur að mestu leyti á Gauknum; þeim fyrri fylgdi mikil sýning með samræmdum dansatriðum og myndefni sem varpað var á þrjá skjái. Þeir seinni voru mun sveittari.

Aðrar sveitir sem vöktu mikla kátínu gagnrýnanda voru pönktónleikar skosku sveitarinnar Shame, þar sem bassaleikari hljóp fram og aftur á sviðinu út alla tónleikana, fór í kollhnísa og sleit ítrekað bassaól sína. aYia fluttu hlustendur inn í draumkennda rafmagnaða hugarheim sinn, JFDR togaði í hjartastrengi allra og JóiPé og Króli komu ungum aðdáendum sínum í gott stuð með gáskafullum tónleikum.

Erfiðisvinna sem hefur skilað sér

Í fyrra var eins og skipuleggjendur Airwaves hefðu ofurtrú á vinsældum íslenska rappsins og var mikil áhersla lögð á þá senu, en sú áhersla var hvergi sjáanleg í ár. Meginstraumssveitir eins og Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur voru enn til staðar en engar Reykjavíkurdætur – eða atriði tengd þeim – spiluðu á hátíðinni. Aðeins örfáar öðruvísi rappsveitir fengu aðgang í ár, þar á meðal Cell7, en föstudagstónleikar hennar voru ekkert hæpaðir eða sérstaklega auglýstir, en slógu algjörlega í gegn.

Best á AirwavesAð mati pistlahöfundar bauð ragna, eða Cell7, upp á bestu tónleikana á Airwaves í ár.

Ragna Kjartansdóttir er einn af brautryðjendum rappsenunnar á Íslandi, en hún var stofnmeðlimur fyrstu alvöru rappsveitarinnar Subterranean á 10. áratugnum. Hún tók sér síðan langt leyfi en steig aftur inn í sviðsljósið árið 2013 sem Cell7 með plötuna Cellf. Platan fór á móti meginstraumnum í rappsenu Íslands þar sem hún fjallaði ekki um vímuefnaneyslu, efnahyggju, stæla eða frægð.

Þess í stað var hún yfirfull af raunverulegum kvörtunarefnum sem Ragna, sem blandaður Íslendingur og ung móðir hefur upplifað í gegnum lífsleiðina. Og þessi erindi voru síðan umvafin kynngimögnuðu flæði og töktum, og töff framkomu. Á plötunni Is anybody listening? sem kom út í ár var Ragna síðan óhrædd við að kafa dýpra í lífsreynslu sína.

Ég hef lengi dáðst að Rögnu og því sem hún gerir úr fjarska, en lengi vel fannst mér eitthvað vanta. Augljóst er að hún hefur varið síðustu árum í að slípa tónleikaframkomu sína þar sem áhorfendur voru algjörlega helteknir á þessu kvöldi. Flæðið var til fyrirmyndar, hljóðfæraleikur lifandi og taktfastur og flutningur til þess fallinn að fá alla til að dansa og skemmta sér. Næsta dag vorum við vinirnir ennþá að tala um hversu margslungnir og áhugaverðir og skemmtilegir tónleikarnir voru.

Það er augljóst að Ragna á margar sögur að segja og að öll vinnan sem hún hefur lagt í tónlistina hefur margborgað sig. Nú má bara vona að hún haldi áfram að semja, spila og heilla aðdáendur upp úr (dans)skónum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár