Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Glys og glamúr á Iceland Airwaves

Tón­list­ar­veisl­an Ice­land Airwaves fór fram um síð­ustu helgi. Þetta er ann­að ár­ið sem Sena held­ur há­tíð­ina sem hóf göngu sína ár­ið 1999 og hef­ur ver­ið hald­in ár­lega síð­an.

Glys og glamúr á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves átti sér stað dagana 6. til 9. nóvember síðastliðinn og eins og venjulega var boðið upp á gríðarlegan fjölda tónleika bæði íslenskra og erlendra listamanna á fjölmörgum stöðum í miðbæ Reykjavíkur.  

Hápunktar tónlistarhátíðarinnar voru meðal annars stórtónleikar sveitarinnar Of Monsters and Men í Vodafone-höllinni á laugardagskvöld, dularfulli grímuklæddi kúrekinn Orville Peck í Listasafni Reykjavíkur, hinn geðþekki  kanadíski Mac de Marco og harðkjarnasveitin Une Misére með sinn magnaða hljóðvegg. Aðrir sem nutu sérstakra vinsælda í ár voru íslenska stuðsveitin Grísalappalísa en sveitin tilkynnti að þetta yrðu þeirra síðustu tónleikar og tónlistarmaðurinn Auður sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir síðustu plötu sína, Afsakanir. 

Minna fór fyrir neðanjarðarsenunni á Airwaves í ár. Svo virðist sem bæði hátíðin og jafnvel íslenskir listamenn séu að færa sig meira yfir í að gera  hlustendavænni tónlist hátt undir höfði, tónlist sem hljómar eins og vinsælar útvarpsvænar erlendar hljómsveitir. Hátíðin var smærri í sniðum þetta árið vegna tapreksturs síðustu ára sem Sena er að reyna að rétta af og það verður áhugavert að sjá hver afdrif hennar verða á næstu árum. 

Auður Auður þykir einn heitasti íslenski tónlistarmaður Íslands og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda.
MammútEin besta rokksöngkona landsins, Katrín Mogensen, steig ólétt á svið með sveitinni Mammút.
SykurSöngkona Sykurs, Agnes Björt, heillaði áhorfendur með kraftmikilli rödd og sviðsframkomu.
Une MisereSjarmerandi sviðsframkoma hjá harðkjarnastrákunum í Une misére.
Of Monsters and Men Of Monsters and Men voru með glæsilegt sjónarspil í Vodafone-höllinni à laugardagskvöld.
GrísalappalísaSvanasöngur Grísalappalísu var hressandi blanda af Stuðmönnum, HAM og David Bowie.
Orville PeckTónleikar hins grímuklædda samkynhneigða kúreka Orville Peck voru einn af hápunktum hátíðarinnar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár