Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Glys og glamúr á Iceland Airwaves

Tón­list­ar­veisl­an Ice­land Airwaves fór fram um síð­ustu helgi. Þetta er ann­að ár­ið sem Sena held­ur há­tíð­ina sem hóf göngu sína ár­ið 1999 og hef­ur ver­ið hald­in ár­lega síð­an.

Glys og glamúr á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves átti sér stað dagana 6. til 9. nóvember síðastliðinn og eins og venjulega var boðið upp á gríðarlegan fjölda tónleika bæði íslenskra og erlendra listamanna á fjölmörgum stöðum í miðbæ Reykjavíkur.  

Hápunktar tónlistarhátíðarinnar voru meðal annars stórtónleikar sveitarinnar Of Monsters and Men í Vodafone-höllinni á laugardagskvöld, dularfulli grímuklæddi kúrekinn Orville Peck í Listasafni Reykjavíkur, hinn geðþekki  kanadíski Mac de Marco og harðkjarnasveitin Une Misére með sinn magnaða hljóðvegg. Aðrir sem nutu sérstakra vinsælda í ár voru íslenska stuðsveitin Grísalappalísa en sveitin tilkynnti að þetta yrðu þeirra síðustu tónleikar og tónlistarmaðurinn Auður sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir síðustu plötu sína, Afsakanir. 

Minna fór fyrir neðanjarðarsenunni á Airwaves í ár. Svo virðist sem bæði hátíðin og jafnvel íslenskir listamenn séu að færa sig meira yfir í að gera  hlustendavænni tónlist hátt undir höfði, tónlist sem hljómar eins og vinsælar útvarpsvænar erlendar hljómsveitir. Hátíðin var smærri í sniðum þetta árið vegna tapreksturs síðustu ára sem Sena er að reyna að rétta af og það verður áhugavert að sjá hver afdrif hennar verða á næstu árum. 

Auður Auður þykir einn heitasti íslenski tónlistarmaður Íslands og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda.
MammútEin besta rokksöngkona landsins, Katrín Mogensen, steig ólétt á svið með sveitinni Mammút.
SykurSöngkona Sykurs, Agnes Björt, heillaði áhorfendur með kraftmikilli rödd og sviðsframkomu.
Une MisereSjarmerandi sviðsframkoma hjá harðkjarnastrákunum í Une misére.
Of Monsters and Men Of Monsters and Men voru með glæsilegt sjónarspil í Vodafone-höllinni à laugardagskvöld.
GrísalappalísaSvanasöngur Grísalappalísu var hressandi blanda af Stuðmönnum, HAM og David Bowie.
Orville PeckTónleikar hins grímuklædda samkynhneigða kúreka Orville Peck voru einn af hápunktum hátíðarinnar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár