„Hugmyndin að myndinni kom upp fyrir löngu síðan,“ útskýrir leikstjóri myndarinnar, Einar Þór Gunnlaugsson. „Ég er landsbyggðarmaður og var mikið á sjó. Líkt og flestir þeir sem hafa farið á sjó fór ég að taka eftir fleiri og fleiri vitum og þar kviknaði áhugi minn á þeim. Saga vita á Íslandi er gríðarlega áhugaverð en vitar voru eiginlega upphaf okkar Íslendinga á iðnbyltingunni. Þarna fengu hönnuðir og arkitektar sín fyrstu tækifæri til að láta að sér kveða og margir vitar landsins endurspegla þau áhrif sem smíði þeirra hafði á íslenska byggingarlist. Bygging þeirra krafðist tækniþekkingar og verkkunnáttu sem áður var óþekkt og þetta voru fyrstu íslensku steinsteypubyggingarnar.“

Athugasemdir