Tilfinningabyltingin er skilnaðarbók. Ég frétti af því rétt eftir að ég fékk bókina í hendur, en rétt áður en ég byrjaði að lesa hana. Og varð strax örlítið smeykur – ég er vanur að dæma bækur, en þarf ég núna að fara að dæma hjónabönd fólks úti í bæ? En strax á fyrstu síðu kemur í ljós að þær áhyggjur voru óþarfar; sökin er augljóslega beggja – og jafnvel frekar hennar en hans, og sá tónn helst út bókina. Höfundur einsetur sér að vera sanngjörn og hlífa sjálfri sér ekki og tekst það fjandi vel, sem er örugglega ekki auðvelt í svona aðstæðum.
Þau hjónin skilja eftir 18 ára samband – og það kemur fljótlega nokkuð skýrt í ljós að það var sex árum of seint. Þau voru hamingjusöm í tólf ár, en eftir að þeim fæðist …
Athugasemdir