Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Airwaves markar endalokin“

Gunn­ar Ragn­ars­son, forsprakki Grísalappalísu, seg­ir að þrátt fyr­ir gríð­ar­leg­ar vin­sæld­ir rokksveit­ar­inn­ar hafi með­lim­ir henn­ar aldrei grætt á því fjár­hags­lega að spila á tón­list­ar­há­tíð­inni Ice­land Airwaves. Hljóm­sveit­in er nú að hætta og hann lýs­ir blendn­um til­finn­ing­um gagn­vart há­tíð­inni.

„Airwaves markar endalokin“

Gunnar Ragnarsson er forsprakki Grísalappalísu sem hefur verið ein kröftugasta rokksveit landsins á síðustu árum. Tilvistarkreppa og angist ungra karlmanna hefur verið sveitinni hugleikin og framsækin textasmíð endurspeglast í eldfimri og óráðskenndri hljóðfæraspilun. 

Árið 2004 fór hann fyrst á Airwaves, þá svo ungur að hann þurfti að fara í fylgd móður sinnar. „Mig langaði svo mikið að sjá The Shins, og fleiri sveitir, þannig að mamma mín þurfti að fá sérstakt leyfi frá skrifstofunni og fara með mér á tónleika. Það var svo spennandi að sjá allt þetta nýjasta indí-dót sem kom að utan,“ segir Gunnar og bætir því við að það sé liðin tíð að hann verði svo spenntur fyrir því hverjir eru að spila á Airwaves. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir þau tækifæri og þá reynslu sem hann hefur fengið í gegnum þátttöku í Airwaves, en segist vera óviss um þá stefnu sem hún hafi tekið. 

Ferillinn tók stökk eftir Airwaves

Áður var Gunnar í Jakobínurínu, en sú sveit vann Músíktilraunir árið 2005. Á þeim tíma voru meðlimir sveitarinnar allir í efstu bekkjum grunnskóla, ýmist í 9. eða 10. bekk, og óvissir um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár