Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Er hægt að klóna manneskjur?

Svar: Mögu­lega

Er hægt að klóna manneskjur?
Klónun manna að verða framkvæmanleg Framfarir á sviði erfðatækni og klónunar hafa orðið örar á síðustu árum. Mynd: Shutterstock

Fyrr í þessari viku bárust fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hefði látið klóna hundinn Sám, sem bjó með þeim Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í forsetatíð Ólafs. Greint hafði verið frá því áður en Sámur drapst, sem gerðist í janúar á þessu ári, að þá þegar hafi verið búið að taka úr honum lífsýni til að hægt yrði að klóna hundinn.

Fyrsta spendýrið sem tókst að klóna var kindin Dollý sem kom í heiminn í júlí 1996 og lifði hún fram á árið 2003. Eftir klónun Dollýar hefur framþróun í klónun orðið hröð og hafa vísindamenn klónað stærri spendýr, svo sem svín, hross og naut. Í byrjun árs 2018 var síðan staðfest að kínverskir vísindamenn hefðu orðið fyrstir til að klóna prímata, tvo makaí-smáapa. Í ljósi þess að menn eru einnig af ættbálki prímata vöktu þessar fréttir  siðferðilegar spurningar.

Klónun manna er viðfangsefni ótal bíómynda, sjónvarpsþátta og skáldsagna. Menn hafa þó ekki verið klónaðir, í það minnsta svo vitað sé til, fram að þessu. Klónun manna er enda bönnuð með lögum í um 70 löndum heimsins, meðal annars á Íslandi. Klónun manna er hins vegar ekki fortakslaust bönnuð í mörgum ríkjum.

Vísindamenn hafa unnið að þróun klónunar manna um áratugi. Arnar Pálsson, prófessor í lífupplýsingafræði, skrifaði árið 2011 svar á Vísindavef Háskóla Íslands við spurningunni Er hægt að klóna manneskju? Í svari Arnars kom fram að miðað við þekkingu og rannsóknir sem þá þegar höfðu farið fram væri fræðilegur möguleiki á að hægt væri að klóna manneskju. „Slík klónun fæli í sér að erfðaefni einnar manneskju væri komið fyrir í virkjuðu en kjarnalausu eggi – og að upp yxi vera með nákvæmlega sömu arfgerð og manneskjan sem lagði til erfðaefnið. Það er síðan önnur spurning hvort þetta sé framkvæmanlegt í raun.“

Í samtali við Stundina segir Arnar að hann telji að þekkingin hafi þróast enn frekar í þá átt að hægt sé að klóna menn á þeim átta árum sem liðin eru síðan hann svaraði á Vísindavefnum. Enn hraðari þróun hafi orðið í möguleikum á erfðabreytingum í fóstrum, sú tækni hafi verið á fleygiferð enda séu rannsóknir í þeim tilgangi víða heimilar. „Ég held að þetta sé alveg að verða að framkvæmanlegum möguleika.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Staðreyndavaktin

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár