Gráskinna fjallar um Jóhannes, sem er doktor í guðfræði og er lýst á einum stað bókarinnar sem eina trúlausa guðfræðinemanum í háskólanum. Þetta er sömuleiðis fjölskyldusaga hans; foreldrarnir Svavar Grönvold og Lísbet Thorarensen koma mikið við sögu, sömuleiðis Torp-hjónin sem ganga honum að einhverju leyti í foreldrastað, og svo háskólakærastan Sara og stóra ástin Tómas.
Skuggi foreldranna vofir yfir, hvort sem þeir eru lifandi eða dauðir – eftir því á hvaða tímasviði bókarinnar við erum stödd. Faðirinn er mikill broddborgari, landlæknir og háskólarektor eru meðal fjölmargra vegsemda hans í lífinu, á meðan móðirin Lísbet hefði líklega horfið hljóðlaust úr þessari jarðvist ef ekki hefði verið fyrir áhrifin sem hún hafði á soninn.
Þetta er heillandi en um leið meingölluð saga. Hún er rækilega tímavillt, það er ekki fyrr en þegar nokkuð er liðið á bók að maður fær endanlega staðfesta …
Athugasemdir