Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tímavillt fjölskyldusaga með fantasíuívafi

For­vitni­leg­ar hug­leið­ing­ar um fræði­mennsku og eft­ir­minni­leg­ar svip­mynd­ir úr bernsku í bók sem hefði ein­fald­lega þurft að vera tölu­vert lengri til að hnýta ýmsa þræði bet­ur sam­an og und­ir­byggja bet­ur tengsl raun­veru­leika og fant­as­íu.

Tímavillt fjölskyldusaga með fantasíuívafi

Gráskinna fjallar um Jóhannes, sem er doktor í guðfræði og er lýst á einum stað bókarinnar sem eina trúlausa guðfræðinemanum í háskólanum. Þetta er sömuleiðis fjölskyldusaga hans; foreldrarnir Svavar Grönvold og Lísbet Thorarensen koma mikið við sögu, sömuleiðis Torp-hjónin sem ganga honum að einhverju leyti í foreldrastað, og svo háskólakærastan Sara og stóra ástin Tómas.

Skuggi foreldranna vofir yfir, hvort sem þeir eru lifandi eða dauðir – eftir því á hvaða tímasviði bókarinnar við erum stödd. Faðirinn er mikill broddborgari, landlæknir og háskólarektor eru meðal fjölmargra vegsemda hans í lífinu, á meðan móðirin Lísbet hefði líklega horfið hljóðlaust úr þessari jarðvist ef ekki hefði verið fyrir áhrifin sem hún hafði á soninn.

Þetta er heillandi en um leið meingölluð saga. Hún er rækilega tímavillt, það er ekki fyrr en þegar nokkuð er liðið á bók að maður fær endanlega staðfesta …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár