Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Konur eru ekkert minna áberandi en karlkyns höfundar í dag – nema síður sé“

Kon­ur eru tekn­ar al­var­lega sem skáld í dag, ólíkt því sem var þeg­ar Soffía Auð­ur Birg­is­dótt­ir var að stíga sín fyrstu skref sem bókarýn­ir fyr­ir rúm­lega þrjá­tíu ár­um. Í nýrri bók sem kem­ur út í til­efni af sex­tíu ára af­mæli Soffíu bregð­ur hún upp fjöl­breyttri mynd af kon­um í ís­lensk­um bók­mennt­um.

„Konur eru ekkert minna áberandi en karlkyns höfundar í dag – nema síður sé“
Reynslumikill rýnir Soffía Auður hefur markvisst rýnt í íslenskar bókmenntir í á fjórða áratug. Í nýrri bók hennar varpar hún upp fjölbreyttri mynd af konum, í gegnum verk höfunda á borð við Halldór Laxness, Svövu Jakobsdóttur, Vigdísi Grímsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur og marga fleiri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í á fjórða áratug hefur Soffía Auður Birgisdóttir verið virkur gagnrýnandi íslenskra bókmennta. Hún hefur þar að auki gefið íslenskum skáldkonum sérstakan gaum og lagt sig eftir að rýna í verk þeirra, nokkuð sem margir kollega hennar hafa vanrækt, í það minnsta hér áður fyrr. Nýlega kom út á vegum Háskólaútgáfunnar bók hennar Maddama, kerling, fröken, frú en í henni er að finna 31 grein eftir Soffíu, þar sem rýnt er í kvenlýsingar íslenskra nútímabókmennta. Þannig varpar Soffía upp fjölbreyttri mynd af konum, í gegnum verk höfunda á borð við Halldór Laxness, Svövu Jakobsdóttur, Vigdísi Grímsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur og marga fleiri. 

Soffía fagnar sextugsafmæli sínu í ár. „Kannski var það afmælisgjöf til sjálfrar mín að gefa út hluta af þessum greinum sem ég hef skrifað um konur í bókmenntum og kvenlýsingar í bókmenntum. Þó að meirihluti þeirra fjalli um kvenrithöfunda eru þarna líka greinar um bækur eftir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár