Hvað gerir maður þegar ókunnugt barn rekur óforvarendis á fjörur hans? Þetta er á meðal þeirra spurninga sem rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson spyr í nýrri skáldsögu sinni, Seltu, apókrýfu úr ævi landlæknis. Sagan, sem gerist á haustmánuðum 1839, fjallar um landlækni sem lífgar við lítinn dreng sem rekið hefur á land fyrir ströndum Hjörleifshöfða. Fljótlega kemur í ljós að drengurinn virðist ómálga á íslensku, þótt hann mæli nokkur kunnugleg orð sem benda helst til þess að hann komi frá fjarlægu landi að því er virðist utan Evrópu. Sýruson. Sandsinni. Fyndinn hestur. Þeir kumpánar halda í kjölfarið í afdrifaríkt og ævintýralegt ferðalag þvert yfir jökulár, sanda og hálendi í leit að uppruna þess síðarnefnda, og njóta meðal annars liðsinnis aðstoðarmannsins Mister Undertaker og servantsstúlku á hæli.
Sölvi Björn hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn að hinum ýmsu bókmenntaformum í gegnum árin, hlotið rithöfundaviðurkenningu RÚV, Menningarverðlaun DV …
Athugasemdir