Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Barn rekur á land

Nýj­asta skáld­saga Sölva Björns Sig­urðs­son­ar hefst á því að barn rek­ur á land við Hjör­leifs­höfða haust­ið 1839. Sag­an kall­ast á við flótta­mannakrís­una, eitt­hvert stærsta mál sam­tím­ans, og á brýnt er­indi við les­end­ur dags­ins í dag. Jón Bjarki Mag­ús­son ræddi við höf­und­inn um skáld­sög­una Seltu sem er eins kon­ar óð­ur til manns­and­ans og þess góða í mann­in­um.

Hvað gerir maður þegar ókunnugt barn rekur óforvarendis á fjörur hans? Þetta er á meðal þeirra spurninga sem rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson spyr í nýrri skáldsögu sinni, Seltu, apókrýfu úr ævi landlæknis. Sagan, sem gerist á haustmánuðum 1839, fjallar um landlækni sem lífgar við lítinn dreng sem rekið hefur á land fyrir ströndum Hjörleifshöfða. Fljótlega kemur í ljós að drengurinn virðist ómálga á íslensku, þótt hann mæli nokkur kunnugleg orð sem benda helst til þess að hann komi frá fjarlægu landi að því er virðist utan Evrópu. Sýruson. Sandsinni. Fyndinn hestur. Þeir kumpánar halda í kjölfarið í afdrifaríkt og ævintýralegt ferðalag þvert yfir jökulár, sanda og hálendi í leit að uppruna þess síðarnefnda, og njóta meðal annars liðsinnis aðstoðarmannsins Mister Undertaker og servantsstúlku á hæli.

Sölvi Björn hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn að hinum ýmsu bókmenntaformum í gegnum árin, hlotið rithöfundaviðurkenningu RÚV, Menningarverðlaun DV …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár