Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lögreglan varar við netsvindlurum

Net­glæpa­menn ger­ast sí­fellt gróf­ari og hnit­mið­aðri á Ís­landi eins og ann­ars stað­ar, að sögn lög­regl­unn­ar. Vit­und­ar­vakn­ing­ar sé þörf þar sem svindlar­ar spili inn á til­finn­ing­ar fólks.

Lögreglan varar við netsvindlurum
Netglæpir Lögreglan segir að tilkynningum fari fjölgandi. Mynd: Shutterstock

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynningum um netsvindl hafi fjölgað hjá lögregluyfirvöldum og brotin verði hnitmiðaðri og alvarlegri. Mörg brotanna beinast gegn fólki sem ekki er mjög tölvufært.

Stundin hefur áður fjallað um svokölluð „romance scams“, þar sem glæpamenn sigla undir fölsku flaggi sem vel menntaðir erlendir menn sem segjast vera sálufélagar brotaþolanna. Þegar tilfinningatengsl hafa myndast segja mennirnir eitthvað óvænt hafa komið upp og að þeir þarfnist fjár til að greiða úr vandanum. Þegar karlmenn eru skotmörk svindlaranna er oft höfðað til kynhvatar þeirra með ljósmyndum af föngulegum ungum konum og loforðum um fádæma bólfimi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er fjallað um nýútkomna skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum. Kemur fram að margt í skýslunni eigi við um Ísland, en til dæmis hafi verið fjallað nokkuð um svokölluð BEC svik hérlendis (Business email compromises).

„Talsverðar fjárhæðir hafa tapast en erfitt getur reynst að greina svikin fyrr en þau eiga sér stað,“ segir í tilkynningunni. „Einnig má nefna brot sem tengjast samskiptablekkingum (social engineering), en þau beinast gegn fólki sem er ekki mjög tölvufært. Í þeim efnum þurfa að koma til bæði forvarnir og vitundarvakning, en netglæpadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar vakið máls á þessu og haldið kynningar hjá fyrirtækjum og stofnunum í tengslum við þessi brot og verður því framhaldið. Hið opinbera og einkaaðilar þurfa að eiga samstarf um að vinna gegn þessum brotum. Það er þegar til staðar en þarf að aukast, en á undanförnum mánuðum hefur, með samvinnu þessara aðila, tekist að endurheimta færslur sem voru farnar af stað.“

Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í fyrri umfjöllun Stundarinnar um svindl af þessum toga að svindlararnir spili inn á það sem gerir brotaþolana að góðu fólki. „Þeir setja út vítt net og reyna við marga,“ segir hann. „Þannig finna þeir þá sem eru veikir fyrir, eiga mögulega um sárt að binda eða eru nýlega fráskildir. Fólk sem langar að eignast sálufélaga. Um leið og þeir eru komnir með þig þá spila þeir leikinn áfram. Þá kemur eitthvert flækjustig og þeir vilja að þú sendir þeim smá peninga. Svo þarf kannski að senda meiri peninga og koll af kolli, sem getur endað með því að þeir mergsjúga fólk.“

Þá séu dæmi um að fólk hafi tapað milljónum króna vegna þessara svindla og jafnframt séu margir feimnir við að tilkynna brotin til lögreglu þar sem brotaþolar upplifi skömm. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að fjölmargar gerðir svindla séu til og nánar sé hægt að kynna sér þær í skýrslu Europol.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár