Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lögreglan varar við netsvindlurum

Net­glæpa­menn ger­ast sí­fellt gróf­ari og hnit­mið­aðri á Ís­landi eins og ann­ars stað­ar, að sögn lög­regl­unn­ar. Vit­und­ar­vakn­ing­ar sé þörf þar sem svindlar­ar spili inn á til­finn­ing­ar fólks.

Lögreglan varar við netsvindlurum
Netglæpir Lögreglan segir að tilkynningum fari fjölgandi. Mynd: Shutterstock

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynningum um netsvindl hafi fjölgað hjá lögregluyfirvöldum og brotin verði hnitmiðaðri og alvarlegri. Mörg brotanna beinast gegn fólki sem ekki er mjög tölvufært.

Stundin hefur áður fjallað um svokölluð „romance scams“, þar sem glæpamenn sigla undir fölsku flaggi sem vel menntaðir erlendir menn sem segjast vera sálufélagar brotaþolanna. Þegar tilfinningatengsl hafa myndast segja mennirnir eitthvað óvænt hafa komið upp og að þeir þarfnist fjár til að greiða úr vandanum. Þegar karlmenn eru skotmörk svindlaranna er oft höfðað til kynhvatar þeirra með ljósmyndum af föngulegum ungum konum og loforðum um fádæma bólfimi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er fjallað um nýútkomna skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum. Kemur fram að margt í skýslunni eigi við um Ísland, en til dæmis hafi verið fjallað nokkuð um svokölluð BEC svik hérlendis (Business email compromises).

„Talsverðar fjárhæðir hafa tapast en erfitt getur reynst að greina svikin fyrr en þau eiga sér stað,“ segir í tilkynningunni. „Einnig má nefna brot sem tengjast samskiptablekkingum (social engineering), en þau beinast gegn fólki sem er ekki mjög tölvufært. Í þeim efnum þurfa að koma til bæði forvarnir og vitundarvakning, en netglæpadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar vakið máls á þessu og haldið kynningar hjá fyrirtækjum og stofnunum í tengslum við þessi brot og verður því framhaldið. Hið opinbera og einkaaðilar þurfa að eiga samstarf um að vinna gegn þessum brotum. Það er þegar til staðar en þarf að aukast, en á undanförnum mánuðum hefur, með samvinnu þessara aðila, tekist að endurheimta færslur sem voru farnar af stað.“

Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í fyrri umfjöllun Stundarinnar um svindl af þessum toga að svindlararnir spili inn á það sem gerir brotaþolana að góðu fólki. „Þeir setja út vítt net og reyna við marga,“ segir hann. „Þannig finna þeir þá sem eru veikir fyrir, eiga mögulega um sárt að binda eða eru nýlega fráskildir. Fólk sem langar að eignast sálufélaga. Um leið og þeir eru komnir með þig þá spila þeir leikinn áfram. Þá kemur eitthvert flækjustig og þeir vilja að þú sendir þeim smá peninga. Svo þarf kannski að senda meiri peninga og koll af kolli, sem getur endað með því að þeir mergsjúga fólk.“

Þá séu dæmi um að fólk hafi tapað milljónum króna vegna þessara svindla og jafnframt séu margir feimnir við að tilkynna brotin til lögreglu þar sem brotaþolar upplifi skömm. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að fjölmargar gerðir svindla séu til og nánar sé hægt að kynna sér þær í skýrslu Europol.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár