Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögreglan varar við netsvindlurum

Net­glæpa­menn ger­ast sí­fellt gróf­ari og hnit­mið­aðri á Ís­landi eins og ann­ars stað­ar, að sögn lög­regl­unn­ar. Vit­und­ar­vakn­ing­ar sé þörf þar sem svindlar­ar spili inn á til­finn­ing­ar fólks.

Lögreglan varar við netsvindlurum
Netglæpir Lögreglan segir að tilkynningum fari fjölgandi. Mynd: Shutterstock

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynningum um netsvindl hafi fjölgað hjá lögregluyfirvöldum og brotin verði hnitmiðaðri og alvarlegri. Mörg brotanna beinast gegn fólki sem ekki er mjög tölvufært.

Stundin hefur áður fjallað um svokölluð „romance scams“, þar sem glæpamenn sigla undir fölsku flaggi sem vel menntaðir erlendir menn sem segjast vera sálufélagar brotaþolanna. Þegar tilfinningatengsl hafa myndast segja mennirnir eitthvað óvænt hafa komið upp og að þeir þarfnist fjár til að greiða úr vandanum. Þegar karlmenn eru skotmörk svindlaranna er oft höfðað til kynhvatar þeirra með ljósmyndum af föngulegum ungum konum og loforðum um fádæma bólfimi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er fjallað um nýútkomna skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum. Kemur fram að margt í skýslunni eigi við um Ísland, en til dæmis hafi verið fjallað nokkuð um svokölluð BEC svik hérlendis (Business email compromises).

„Talsverðar fjárhæðir hafa tapast en erfitt getur reynst að greina svikin fyrr en þau eiga sér stað,“ segir í tilkynningunni. „Einnig má nefna brot sem tengjast samskiptablekkingum (social engineering), en þau beinast gegn fólki sem er ekki mjög tölvufært. Í þeim efnum þurfa að koma til bæði forvarnir og vitundarvakning, en netglæpadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar vakið máls á þessu og haldið kynningar hjá fyrirtækjum og stofnunum í tengslum við þessi brot og verður því framhaldið. Hið opinbera og einkaaðilar þurfa að eiga samstarf um að vinna gegn þessum brotum. Það er þegar til staðar en þarf að aukast, en á undanförnum mánuðum hefur, með samvinnu þessara aðila, tekist að endurheimta færslur sem voru farnar af stað.“

Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í fyrri umfjöllun Stundarinnar um svindl af þessum toga að svindlararnir spili inn á það sem gerir brotaþolana að góðu fólki. „Þeir setja út vítt net og reyna við marga,“ segir hann. „Þannig finna þeir þá sem eru veikir fyrir, eiga mögulega um sárt að binda eða eru nýlega fráskildir. Fólk sem langar að eignast sálufélaga. Um leið og þeir eru komnir með þig þá spila þeir leikinn áfram. Þá kemur eitthvert flækjustig og þeir vilja að þú sendir þeim smá peninga. Svo þarf kannski að senda meiri peninga og koll af kolli, sem getur endað með því að þeir mergsjúga fólk.“

Þá séu dæmi um að fólk hafi tapað milljónum króna vegna þessara svindla og jafnframt séu margir feimnir við að tilkynna brotin til lögreglu þar sem brotaþolar upplifi skömm. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að fjölmargar gerðir svindla séu til og nánar sé hægt að kynna sér þær í skýrslu Europol.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár