Það er tilhlökkunarefni að fara út að borða í Amsterdam enda borgin full af skemmtilegum veitingastöðum og er sérstaklega spennandi að geta prófað mat sem ekki er í boði hérlendis. Eftir að hafa heimsótt Amsterdam í nokkur skipti síðastliðin tvö ár, þar sem fjölskyldumeðlimir búa í borginni, var loks komið að því að við hjónin skelltum okkur í rijsttafel, nokkuð sem ég hafði ekki snætt síðan ég kom fyrst til Amsterdam fyrir einum 15 árum síðan. Til að velja rétta staðinn sem byði slíka matseld dugði ekkert annað til en leiðarvísir sælkerans Vicky Hampton sem heldur úti vefsíðunni amsterdamfoodie.nl. Hún er breskur matgæðingur, rithöfundur og kokkur sem hefur búið og starfað í borginni frá árinu 2006 og hefur á þeim tíma má segja smakkað sig í gegnum borgina. Vicky hefur m.a. gefið út uppskriftabók svo og leiðarvísi á rafbók um veitingastaði í Amsterdam.

Athugasemdir