Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Snúið upp á tímann og raunveruleikann

Á fjórða tug lista­manna taka þátt í lista­há­tíð­inni Sequ­ences sem verð­ur hald­in í ní­unda sinn dag­ana 11.–20. októ­ber víðs veg­ar um Reykja­vík. Lista­menn­irn­ir koma úr fjöl­breytt­um átt­um og spann­ar fram­lag þeirra tónlist, texta, kvik­mynd­ir, inn­setn­ing­ar, teikn­ing­ar og skúlp­túra.

Snúið upp á tímann og raunveruleikann
Skoða samspil raunveruleika og tíma Þau Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarsson eru sýningarstjórar Sequences í ár. Þau tóku ákvörðun um kljúfa hugtakið rauntíma í tvennt, skipta því upp í raunveruleika og tíma, og kanna afstæði þeirra hugtaka í gegnum verk unnin í ólíka miðla. „Við völdum það sem okkur langaði að sjá sem passaði inn í þennan ramma,“ segir Hildigunnur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Rauntímalist og tímatengd miðlun hefur hingað til verið einkenni listahátíðarinnar Sequences. Hátíðin, sem fer fram í níunda sinn nú í október, verður þó með breyttu sniði í ár, þar sem sýningarstjórarnir tveir, Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarsson, tóku ákvörðun um að snúa upp á hefðina, sem upphaflega var til komin vegna þess að rauntímalist þótti hagnýtt form, þar sem sýningin er alþjóðleg og flutningsgjöld efnislegra verka til Íslands geta verið ansi há. Þau gáfu sér þá forsendu að flest verk væri í raun hægt að skilgreina sem rauntímaverk, sem opnaði möguleikana til muna. „Við báðum stjórn Sequences um undanþágu frá því að einblína á tímatengda miðla, þar sem við  erum ekki sérfróð í þeim, hvorugt okkar, heldur höfum frekar almennan áhuga og þekkingu á myndlist. Okkur þótti áhugavert að einblína á þetta hugtak, rauntíma, kljúfa það í tvennt, í raunveruleika og tíma, og kanna afstæði þeirra með virkni verka unnin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár