Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

Dag­mar Ósk Héð­ins­dótt­ir seg­ir að það hafi hjálp­að sér mik­ið að fá dúkku, eða dúkku­barn, í fyrra. „Ég er ekki eins kvíð­in eins og ég var,“ seg­ir hún.

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
Styðja hana með dúkkubarnið Dagmar Ósk Héðinsdóttir með foreldrum sínum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þriggja manna fjölskylda kemur gangandi inn á kaffihús og heldur yngsti fjölskyldumeðlimurinn, ung kona, á dúkku í fanginu. Þau setjast við borð og er dúkkan sett í barnastól sem er svo stillt upp við borðið eftir að búið er að klæða hana úr bleikri kápu og taka af henni bleika húfu. Dúkkan heitir Harpa Sól og unga konan heitir Dagmar Ósk Héðinsdóttir. 

„Mig dreymdi um að eignast lítið barn eins og aðrar ungar konur á mínum aldri,“ segir Dagmar og móðir hennar, Harpa Sigurjónsdóttir, bendir á að skólasystur Dagmarar séu búnar að vera að eignast börn undanfarin ár. 

„Ég er með ódæmigerða einhverfu, væga þroskahömlun og einnig er ég með áráttu- og þráhyggjuröskun og kvíða,“ segir Dagmar, sem vinnur hálfan daginn á Vinnu- og hæfingarstöð þar sem hún meðal annars saumar, smíðar og pakkar inn te. „Áhugamál mín eru að lesa, skrifa sögur, prjóna, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár