Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ferðast og vinna í þrjú ár án launa

Sam­kvæmt aldagam­alli hefð hafa þýsku smið­irn­ir Max og Bastian skuld­bund­ið sig til þess að ferð­ast um Evr­ópu í þrjú ár og vinna launa­laust fyr­ir húsa­skjóli og mat. Síð­ustu daga hafa þeir unn­ið að við­gerð á skútu niðri við Reykja­vík­ur­höfn og vak­ið þar tals­verða at­hygli klædd­ir útvíð­um bux­um, í skyrt­um með hatt.

Ferðast og vinna í þrjú ár án launa
Smiðurinn Bastian Hann segist ferðast á þennan hátt um heiminn til að læra að treysta á sjálfan sig og aðra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Líklega hefðu fáir orðið þýsku vinnumannanna sem unnu við lagfæringar á gamalli seglskútu niðri við höfn á dögunum varir, ef ekki væri fyrir sérstakan klæðaburðinn. Þeir líta út fyrir að hafa stokkið beint út úr miðöldum inn í nútímann, í útvíðum flauelsbuxum, hvítum skyrtum, með slifsi í ólíkum litum, eftir því hvaða iðngrein þeir tilheyra, að ógleymdum svörtum hatti á höfði. Þeir voru á tímabili nokkrir vinnumennirnir en þegar blaðamaður og ljósmyndari Stundarinnar litu við á dögunum voru bara tveir eftir, þeir Max Pahnke og Bastian Klinge, 27 og 23 ára gamlir smiðir frá Hannover í Þýskalandi. Skútan sem þeir voru að dytta að er í eigu svissneskrar konu, sem rakst á þá í Reykjavík og fékk þá til að vinna fyrir sig. Þeir voru því á kafi og máttu ekki vera að því að stoppa lengi til að skrafa, en gáfu sér nokkrar mínútur til að segja frá þeirri …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár