Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fullt af litlu fólki og alls konar skemmtilegt

Stund­ar­skrá dag­ana 20. sept­em­ber til 4. októ­ber.

Fullt af litlu fólki og alls konar skemmtilegt

Fullt af litlu fólki 

Hvar? Gerðarsafn

Hvenær? 19.09–05.01 

Aðgangseyrir? 1000 krónur en afsláttur fyrir aldraða og öryrkja. 

Sýningarverkefnið „Fullt af litlu fólki“ skoðar hið andlega í listum. Þar gefur að líta verk eftir mikilvæga alþjóðlega listamenn eins og til dæmis Joseph Beuys og Hilmu af Klint ásamt íslenskum myndlistarmönnum en þar má nefna Palla Banine, Jón B.K Ransu og Guðrúnu Veru Hjartardóttur. Titillinn er sóttur í skýringarmynd sem austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner teiknaði á fyrirlestri sem hann hélt árið 1922, en hann vandi sig á að teikna myndir til stuðnings við hið talaða orð þegar hann hélt fyrirlestra. Þess má geta að verk eftir Steiner eru á sýningunni. 

Frumkvæði að sýningunni eiga þær Guðrún Vera Hjartardóttir og Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir (ÚaVon) sem hafa lengi velt fyrir sér hvernig andleg iðkun þeirra og áhugi á mannspeki geti samræmst listsköpun þeirra. Þátttakendur sýningarinnar eiga það sameiginlegt að rannsaka ríki hins óþekkta og sækja innblástur í andleg, spíritísk, esóterísk og/eða mannspekileg gildi og birta þau í myndlist, grafískri hönnun, dansi, tónlist og jafnvel fræðum. En auk listaverka á sýningunni er boðið upp á fyrirlestra, námskeið og samræður þar sem leitast er eftir að dýpka tengsl og skilning á sambandi milli hins andlega og efnislega. 

Klikkuð menning

Hvar? Á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars Bíó Paradís, Háskóli Íslands og Gallerí núllið, sjá nánar á klikkud.is

Hvenær? 19.09–22.09

Aðgangseyrir? Enginn

Gleðihátíð  í tilefni 40 ára afmælis Geðhjálpar sem sýnir fjölbreytileikann í geðrænum kvillum og geggjaðri menningu; bæði sem upplifun og uppspretta hæfileika. Hátíð þar sem reynt verður að auka sýnileika og normalísera fjölbreytileikann í geðheilsu landsmanna. Staðsetning verður á Hverfisgötu og í nágrenni; frá Kex Hostel og sem leið liggur alla leið niður að Borgarbókasafninu í Grófinni. Aðrir staðir eru Bíó Paradís, Þjóðleikhúskjallarinn, Núllið gallerí, Hafnarhúsið, Vitatorg , Vin – athvarf, Harpa og Kjarvalsstaðir. Einnig verða notalegir tónleikar og ýmis tilboð á börum og kaffihúsum við Hverfisgötu. Svo verður haldin opin vinnustofa í húsnæði Geðhjálpar Borgartúni, með Mary O’Hagan. Hápunktur hátíðarinnar verður á laugardeginum 21. september í Hafnarhúsinu. Þar verður málþing þar sem Arnhild Lauveng frá Noregi og Mary O’Hagan frá Nýja-Sjálandi, gestir hátíðarinnar, halda erindi auk Kára Stefánssonar. Listafólkið sem kemur fram er velviljað málefninu eða hefur sjálft reynslu af geðsjúkdómum. 

Núvitundarpartí

Hvenær? 20.09

Hvar? Harpa

Aðgangseyrir? Enginn

Kraftur ásamt Yoga Shala og Yoga Moves verður með einstakan núvitundarviðburð í Hörpu. Komum saman og fáum geggjaða útrás í dansi, jóga, hugleiðslu og tónheilun. Saman eflum við lífskraftinn og njótum þess að vera í núinu. Fram koma DJ Margeir, DJ YAMAHO, Tómas Oddur jógakennari, Ingibjörg Stefáns jógakennari og fleiri góðir gestir. Lífið er núna eru einkennisorð Krafts og minnir okkur á að gleðjast yfir þeim sigri að fá að lifa í andartakinu „núna“. Er lífið ekki þess virði að við gefum okkur tíma og rými til að fagna því sérstaklega, eitt andartak?!

Núvitundarpartíið er haldið í tilefni af 20 ára afmæli Krafts og rennur allur ágóði af því í starf Krafts í þágu ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Þú þarft bara að mæta í þægilegum fötum og með jógadýnu með þér og ert leiddur inn í núið og vellíðan. Allir sem fram koma að viðburðinum gefa vinnu sína.


Skapaðu litrík rými fyrir krakka!

Hvenær? 26.09 kl. 15

Hvar? Kattakaffihúsið, Bergstaðastræti 10a 

Aðgangseyrir? Enginn

Fimmtudaginn 26. september verður Caroline Chéron, eigandi Bonjour! Studio á Óðinsgötu, með vinnustofu fyrir foreldra á Kattakaffihúsinu á milli klukkan 15–17. Aðgangur að vinnustofunni er ókeypis en þar mun Caroline kenna áhugasömum mæðrum og feðrum að skapa falleg herbergi og rými fyrir börn og hversu mikilvæg áhrif litir hafa á börn. Caroline sýnir gestum hvernig er hægt að nota veggfóður og málningu til að umbreyta herbergi barnsins þíns í sannkallaðan ævintýraheim og forðast þann svarthvíta heim sem hefur verið ríkjandi í innanhússstíl fyrir börn undanfarin ár. Caroline Chéron féll fyrir Íslandi þegar hún var á ferðalagi um landið með fjölskyldu sinni. Fyrir ári síðan varð draumur þeirra að veruleika og þau fluttu til landsins og opnuðu verslunina og innanhússráðgjafarfyrirtækið Bonjour! staðsett á Óðinsgötu. Caroline, sem er frönsk að uppruna, býður Íslendingum upp á nýjar hugmyndir og frönsk áhrif í innanhússstíl.

Belle de Jour á Svörtum sunnudögum

Hvenær? 22.09 kl. 20

Hvar? Bíó Paradís

Aðgangseyrir? 1.800

Kvikmyndakvöldaserían Svartir sunnudagar er hafin á ný í Bíó Paradís  og í vetur geta bíóunnendur gætt sér á gullmolum kvikmyndasögunnar á sunnudagskvöldum. Nú á sunnudaginn verður erótískt meistaraverk spænska leikstjórans Luis Bunuel, Belle de Jour, sýnd. Hin unga og fallega húsmóðir Séverine Serizy (Catherine Deneuve) á erfitt með að sætta sig við að geta ekki upplifað masókisma-kynóra sína samhliða hversdagslegu lífi hennar með hinum dugmikla eiginmanni Pierre (Jean Sorel). Einn dag, þegar vinur hennar Henri (Michel Piccoli), sem einnig er ástfanginn af Séverine, segir henni frá leynilegu háklassa hóruhúsi, sem er rekið af Madame Anais (Geneviève Page), byrjar Séverine að vinna þar á daginn undir nafninu Belle de Jour. En þegar einn af skjólstæðingum hennar fer að verða meira og meira yfirráðasamur verður hún að reyna að snúa aftur við blaðinu yfir í sitt venjulega líf.


Vísur og skvísur

Hvenær? 22.09

Hvar? Hannesarholt 

Aðgangseyrir? Enginn

Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar, sönghefðinni, og býður upp á samsöng fyrir alla, unga sem aldna, Íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks. Tvíeykið Vísur&skvísur leiðir samsönginn sunnudaginn 22. september kl. 14. Vísur&skvísur samanstendur af þeim Vigdísi Hafliðadóttur og Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur, en þær hafa báðar stundað nám við Norræna Vísnasöngskólann í Kungälv í Svíþjóð. Á heimaslóðum vilja þær nú færa löndum sínum fagnaðarerindið: Vísnasöng, þar sem í samtali við áhorfendur eru flutt lög úr ýmsum (oftast norrænum) áttum sem spanna breidd tilfinninga þar sem textinn hefur ekki síðra vægi en laglínan.


RIFF

Hvenær? 26.09–06.10

Hvar? Háskólabíó, Bíó Paradís og víðs vegar um Reykjavík

Aðgangseyrir? Hátíðarpassi á 9.900 krónur dagmiðar á 1.300–1.600 krónur

RIFF,  Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík , er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburðurinn á Íslandi. RIFF er sjálfstæð og óháð kvikmyndahátíð sem rekin er án hagnaðar. Í ellefu daga á hverju hausti flykkjast Íslendingar í bíó til að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Enn fremur býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar. Áhersla í ár er á austurríska kvikmyndagerð. 

Árni Vil – útgáfutónleikar

Hvenær? 28.09

Hvar? Hannesarholt

Aðgangseyrir? Enginn

Árni Vil, sem er þekktur sem einn þriggja meðlima FM Belfast, gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum og heldur upp á það með útgáfutónleikum í Hannesarholti laugardaginn 28. september. Með honum verður einvalalið hljóðfæraleikara og verður platan flutt í heild sinni ásamt nokkrum nýjum lögum.

Veitingastofurnar framreiða kvöldverð fyrir þá sem vilja á undan tónleikunum. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

Tarotlestur og stjörnuspeki

Hvenær? 26.09 kl. 10.30–11.30

Hvar? Systrasamfélaginu, Óðinsgötu

Aðgangseyrir? Enginn

Jara Karlsdóttir (Gian Tara) stjörnuspekingur, jógakennari og tónlistarmaður mun lesa úr stjörnukortum á Systrasamlaginu Óðinsgötu á milli 10.30 og 11.30 á fimmtudaginn. Hún býr til stjörnukort fyrir fólk og les úr þeim og hjálpar fólki að sjá styrkleika sína og leið til að vinna með þá. Það er hægt að panta tíma í gegnum Facebook-síðu Systrasamlagsins, með því að senda póst á giantara@giantara.com eða bara mæta á staðinn.

Brúðkaup Figaros

Hvenær? 20.09, 21.09 og 28.09 

Hvar? Þjóðleikhúsið

Aðgangseyrir? 6.000–15.000

Íslenska óperan hefur sett upp hina frægu óperu Mozarts,  Brúðkaup Fígarós, í samstarfi við Þjóðleikhúsið á Stóra sviðinu. Óperan er byggð á gamanleikriti Beaumarchais og er full af fyndnum uppákomum, misskilningi og óvæntum uppljóstrunum. Verkið hefur engu að síður alvarlegan undirtón og felur í sér leiftrandi ádeilu á samskipti yfirstéttar og alþýðu. Sagan gerist í kastala Almaviva greifa, í nágrenni Sevilla. Hinn kvensami greifi rennir hýru auga til Súsönnu, sem er þjónustustúlka eiginkonu hans. Daginn sem Súsanna á að giftast Fígaró hyggst greifinn nýta sér aldagamlan herrarétt til að sænga hjá henni. Greifafrúin og Súsanna taka höndum saman um að leika á greifann og klækjabrögð þeirra hafa ýmsar kostulegar afleiðingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár