Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

ASÍ á móti undanþágum fyrir ungt fólk og tekjulágt

Stjórn­völd vilja veita víð­tæk­ar und­an­þág­ur frá hert­um regl­um um verð­tryggð lán sem verka­lýðs­hreyf­ing­in kall­aði eft­ir. Stytt­ing há­marks­láns­tíma verð­tryggðra lána gæti þyngt greiðslu­byrð­ina um tæp 29 pró­sent, en ASÍ tel­ur und­an­þág­urn­ar óþarf­ar.

ASÍ á móti undanþágum fyrir ungt fólk og tekjulágt
Of víðtækar undanþágur „Alþýðusambandið ítrekar því að þær undanþágur sem felast í frumvarpinu eru of miklar,“ segir í umsögn ASÍ sem undirrituð er af **Drífu Snædal** forseta. Mynd: Heiða Helgadóttir

Alþýðusamband Íslands er á móti því að ungt og tekjulágt fólk fái undanþágu frá fyrirhuguðu banni við verðtryggðum jafngreiðslulánum til lengri tíma en 25 ára. Þetta kemur fram í umsögn sambandsins við frumvarpsdrög fjármála- og efnahagsráðherra.

Um er að ræða eitt þeirra þingmála sem er ætlað að uppfylla loforð stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, en VR og Verkalýðsfélag Akraness lögðu mikla áherslu á að tekin yrðu markviss skref til afnáms verðtryggingar. 

Verðtryggð lán eru almennt með lægri greiðslubyrði en óverðtryggð og því vinsæll kostur á íbúðalánamarkaði. Með víðtækum undanþágum frá banninu vilja stjórnvöld tryggja að ungt fólk og tekjulágir geti áfram notið þeirrar lágu greiðslubyrði sem er á lengri verðtryggðum lánum. 

ASÍ telur að ekki sé þörf á þessum undanþágum, enda hafi verið samið um annars konar úrræði fyrir fyrstu kaupendur að húsnæði, aðgerðir á borð við styrkingu leigumarkaðarins sem brýnt sé að ráðist verði í sem fyrst. 

„Alþýðusambandið ítrekar því að þær undanþágur sem felast í frumvarpinu eru of miklar og krefst þess að þær verði allar felldar á brott sem lúta að húsnæðis- og neytendalánum til einstaklinga svo hægt sé að segja að stjórnvöld hafi staðið við sinn hluta Lífskjarasamningsins,“ segir í umsögn ASÍ.

Stytting hámarkslánstíma úr 40 í 25 mun hafa umtalsverð áhrif á greiðslubyrði verðtryggðra jafngreiðslulána. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, bendir á að miðað við algeng vaxtakjör í dag, 3,6 prósent, þýðir stytting lánstímans að greiðslubyrðin þyngist um tæp 29 prósent; mánaðargreiðsla af 10 milljóna láni hækki úr kr. 39.342 kr. í 50.601 kr. Um sé að ræða algengasta lánsformið og lánstímann, og bann við því myndi hafa „verulega neikvæð áhrif á getu almennings til að fjármagna íbúðarkaup, sérstaklega ungs fólks og tekjulægri hópa“ ef undanþáganna nyti ekki við. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarasamningar 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár