Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

ASÍ á móti undanþágum fyrir ungt fólk og tekjulágt

Stjórn­völd vilja veita víð­tæk­ar und­an­þág­ur frá hert­um regl­um um verð­tryggð lán sem verka­lýðs­hreyf­ing­in kall­aði eft­ir. Stytt­ing há­marks­láns­tíma verð­tryggðra lána gæti þyngt greiðslu­byrð­ina um tæp 29 pró­sent, en ASÍ tel­ur und­an­þág­urn­ar óþarf­ar.

ASÍ á móti undanþágum fyrir ungt fólk og tekjulágt
Of víðtækar undanþágur „Alþýðusambandið ítrekar því að þær undanþágur sem felast í frumvarpinu eru of miklar,“ segir í umsögn ASÍ sem undirrituð er af **Drífu Snædal** forseta. Mynd: Heiða Helgadóttir

Alþýðusamband Íslands er á móti því að ungt og tekjulágt fólk fái undanþágu frá fyrirhuguðu banni við verðtryggðum jafngreiðslulánum til lengri tíma en 25 ára. Þetta kemur fram í umsögn sambandsins við frumvarpsdrög fjármála- og efnahagsráðherra.

Um er að ræða eitt þeirra þingmála sem er ætlað að uppfylla loforð stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, en VR og Verkalýðsfélag Akraness lögðu mikla áherslu á að tekin yrðu markviss skref til afnáms verðtryggingar. 

Verðtryggð lán eru almennt með lægri greiðslubyrði en óverðtryggð og því vinsæll kostur á íbúðalánamarkaði. Með víðtækum undanþágum frá banninu vilja stjórnvöld tryggja að ungt fólk og tekjulágir geti áfram notið þeirrar lágu greiðslubyrði sem er á lengri verðtryggðum lánum. 

ASÍ telur að ekki sé þörf á þessum undanþágum, enda hafi verið samið um annars konar úrræði fyrir fyrstu kaupendur að húsnæði, aðgerðir á borð við styrkingu leigumarkaðarins sem brýnt sé að ráðist verði í sem fyrst. 

„Alþýðusambandið ítrekar því að þær undanþágur sem felast í frumvarpinu eru of miklar og krefst þess að þær verði allar felldar á brott sem lúta að húsnæðis- og neytendalánum til einstaklinga svo hægt sé að segja að stjórnvöld hafi staðið við sinn hluta Lífskjarasamningsins,“ segir í umsögn ASÍ.

Stytting hámarkslánstíma úr 40 í 25 mun hafa umtalsverð áhrif á greiðslubyrði verðtryggðra jafngreiðslulána. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, bendir á að miðað við algeng vaxtakjör í dag, 3,6 prósent, þýðir stytting lánstímans að greiðslubyrðin þyngist um tæp 29 prósent; mánaðargreiðsla af 10 milljóna láni hækki úr kr. 39.342 kr. í 50.601 kr. Um sé að ræða algengasta lánsformið og lánstímann, og bann við því myndi hafa „verulega neikvæð áhrif á getu almennings til að fjármagna íbúðarkaup, sérstaklega ungs fólks og tekjulægri hópa“ ef undanþáganna nyti ekki við. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarasamningar 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár