ASÍ á móti undanþágum fyrir ungt fólk og tekjulágt

Stjórn­völd vilja veita víð­tæk­ar und­an­þág­ur frá hert­um regl­um um verð­tryggð lán sem verka­lýðs­hreyf­ing­in kall­aði eft­ir. Stytt­ing há­marks­láns­tíma verð­tryggðra lána gæti þyngt greiðslu­byrð­ina um tæp 29 pró­sent, en ASÍ tel­ur und­an­þág­urn­ar óþarf­ar.

ASÍ á móti undanþágum fyrir ungt fólk og tekjulágt
Of víðtækar undanþágur „Alþýðusambandið ítrekar því að þær undanþágur sem felast í frumvarpinu eru of miklar,“ segir í umsögn ASÍ sem undirrituð er af **Drífu Snædal** forseta. Mynd: Heiða Helgadóttir

Alþýðusamband Íslands er á móti því að ungt og tekjulágt fólk fái undanþágu frá fyrirhuguðu banni við verðtryggðum jafngreiðslulánum til lengri tíma en 25 ára. Þetta kemur fram í umsögn sambandsins við frumvarpsdrög fjármála- og efnahagsráðherra.

Um er að ræða eitt þeirra þingmála sem er ætlað að uppfylla loforð stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, en VR og Verkalýðsfélag Akraness lögðu mikla áherslu á að tekin yrðu markviss skref til afnáms verðtryggingar. 

Verðtryggð lán eru almennt með lægri greiðslubyrði en óverðtryggð og því vinsæll kostur á íbúðalánamarkaði. Með víðtækum undanþágum frá banninu vilja stjórnvöld tryggja að ungt fólk og tekjulágir geti áfram notið þeirrar lágu greiðslubyrði sem er á lengri verðtryggðum lánum. 

ASÍ telur að ekki sé þörf á þessum undanþágum, enda hafi verið samið um annars konar úrræði fyrir fyrstu kaupendur að húsnæði, aðgerðir á borð við styrkingu leigumarkaðarins sem brýnt sé að ráðist verði í sem fyrst. 

„Alþýðusambandið ítrekar því að þær undanþágur sem felast í frumvarpinu eru of miklar og krefst þess að þær verði allar felldar á brott sem lúta að húsnæðis- og neytendalánum til einstaklinga svo hægt sé að segja að stjórnvöld hafi staðið við sinn hluta Lífskjarasamningsins,“ segir í umsögn ASÍ.

Stytting hámarkslánstíma úr 40 í 25 mun hafa umtalsverð áhrif á greiðslubyrði verðtryggðra jafngreiðslulána. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, bendir á að miðað við algeng vaxtakjör í dag, 3,6 prósent, þýðir stytting lánstímans að greiðslubyrðin þyngist um tæp 29 prósent; mánaðargreiðsla af 10 milljóna láni hækki úr kr. 39.342 kr. í 50.601 kr. Um sé að ræða algengasta lánsformið og lánstímann, og bann við því myndi hafa „verulega neikvæð áhrif á getu almennings til að fjármagna íbúðarkaup, sérstaklega ungs fólks og tekjulægri hópa“ ef undanþáganna nyti ekki við. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarasamningar 2019

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár