KAF var frumsýnd í Bíó Paradís á miðvikudagskvöldið en hún er tekin upp í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ þar sem Snorri hefur byggt upp litríkan heim milli fjalls og fjöru sem skýlir foreldrum og börnum fyrir veðri og vindum allan ársins hring. Í heimildamyndinni er fylgst með hvítvoðungum stálpast og þroskast og því hvernig foreldrar kynnast börnum sínum í gegnum upplifun í vatni.
Fóru í gegnum barneignir á sama tíma
Leikstjórar myndarinnar eru þrjár konur og spurðar um hvernig samstarf þeirrar Hönnu Bjarkar, Elínar og Önnu Rúnar kviknaði svarar Anna að samstarfið um myndina hafi sprottið upp þegar þær eignuðust allar börn á sama tíma fyrir um það bil sex til átta árum síðan. „Við vorum saman í mömmuklúbbum, meðgöngu- og krílajóga og svo vorum við í ungbarnasundi. Við höfðum verið vinkonur í mörg ár, og þegar við fórum í gegnum barneignir á sama tíma var eðlilegt að sú upplifun yrði …
Athugasemdir