Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálfstæðismenn fengnir til að stýra fréttamiðli Eyjamanna

Sterk­ustu út­gerð­ar­fé­lög­in í Vest­manna­eyj­um, Vinnslu­stöð­in og Ís­fé­lag­ið, hafa auk­ið hlut sinn í Eyja­f­rétt­um og ráð­ið sjálf­stæð­is­mann og eig­in­mann odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins rit­stjóra.

Sjálfstæðismenn fengnir til að stýra fréttamiðli Eyjamanna
Vestmannaeyjar Fréttamiðill bæjarbúa er í eigu sterkustu fyrirtækjanna og stýrt af sjálfstæðismönnum. Mynd: Shutterstock

Tilkynnt hefur verið um nýjan ritstjóra hjá Eyjafréttum, stærsta fréttamiðli Vestmannaeyja. 

Ritstjórinn, Sindri Ólafsson,  er stjórnarmaður í sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja, fyrrverandi formaður ungra sjálfstæðismanna í Eyjum og eiginmaður oddvita Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, Hildar Sólveigar Sigurðardóttur.

Formaður nýrrar stjórnar útgáfufélagsins, sem ræður ritstjórann, er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Stjórn félagsins segir í tilkynningu að nýr ritstjóri eigi ekki að „gjalda fjölskyldutengsla“ og er boðuð aukin prentútgáfa Eyjafrétta vegna komandi ríkisstyrkja til fjölmiðla. 

Þetta gerist í kjölfar þess að Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Vinnslustöðin stækka við hlutafé sitt í fjölmiðlafyrirtækinu Eyjasýn. Sömu félög eiga stóran hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Búast við ríkisstyrkjum

Guðbjörg MatthíasdóttirEigandi Ísfélags Vestmannaeyja er stór hluthafi í Morgunblaðinu og Eyjafréttum í Vestmannaeyjum.

Útgáfufélag Eyjafrétta, Eyjasýn, hefur verið rekið með um fimm milljóna króna tapi á ári síðastliðin tvö ár.

Óuppfærður hluthafalisti er birtur á vef Fjölmiðlanefndar, en hann gefur ekki rétta mynd af núverandi eignarhaldi. Stærstu hluthafar eru Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Ísfélagið í Vestmannaeyjum.

Af ársreikningi útgáfufélags Eyjafrétta, Eyjasýn ehf, sést að Ísfélagið hefur aukið hlut sinn úr 15% í 24% og Vinnslustöðin úr 13,5% í 21,6% á milli ára.

Þá hefur verið boðað að útgáfudögum prentblaðs Eyjafrétta verði fjölgað og komi blaðið út á tveggja vikna fresti í stað einu sinni á mánuði. Grundvöllurinn fyrir því, þrátt fyrir taprekstur, er boðaðir ríkisstyrkir til fjölmiðla, eins og segir í yfirlýsingu stjórnar Eyjasýnar:

„Slíkur stuðningur myndi styrkja stoðir Eyjasýnar líkt og annarra útgáfufélaga í svipaðri stöðu. Ekki síst með þetta í huga ákváðu eigendur Eyjasýnar að tryggja félaginu fjármuni til að marka útgáfunni breyttan farveg og gefa áfram út Eyjafréttir á 43 ára gamalli kennitölu!“

Stjórnin er skipuð þremur aðilum, og hafa tveir þeirra verið viðloðandi starf Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, en sá þriðji starfað að kynningarmálum fyrir Vinnslustöðina. Formaður stjórnarinnar er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Rós Ingólfsdóttir. Með henni í bæjarstjórn er Hildur Sólveig Sigurðardóttir, eiginkona nýs ritstjóra, Sindra Ólafssonar.

Búast við fagmennsku af hálfu ritstjórans

Í yfirlýsingu stjórnarinnar er sérstaklega rætt að nýr ritstjóri eigi ekki að gjalda fyrir fjölskyldutengsl sín inn í pólitík.

Sindri ÓlafssonNýr ritstjóri Eyjafrétta er nátengdur Sjálfstæðisflokknum.

„Bæjarmálapólitíkin í Eyjum er á köflum býsna hvöss og einhver kann nú að velta fyrir sér hvernig fjölmiðill með ritstjóra, fjölskyldutengdan bæjarstjórninni, geti fjallað af hlutlægni um mál á þeim vettvangi? Eðlilegt að spurt sé og þeirri spurningunni veltum við eðlilega fyrir okkur í stjórninni og við nýjan ritstjóra sömuleiðis. Sindri treystir sér vel til að taka fagmannlega á hlutunum og við treystum honum fullkomlega. Hann hefur þekkingu og áhuga sem við sækjumst eftir og á ekki að gjalda fjölskyldutengslanna.“

„Hann hefur þekkingu og áhuga sem við sækjumst eftir og á ekki að gjalda fjölskyldutengslanna.“

Sjálfstæðisflokkurinn missti óvænt meirihluta sinn í Vestmannaeyjum í síðustu kosningum og fékk minnsta fylgi frá árinu 1986, eða 45,4 prósent atkvæða. Í kjölfarið mynduðu  Eyjalistinn og flokkurinn Fyrir Heimaey meirihluta.

Ekki ljóst hvort hann víki úr stjórn

Nýr ritstjóri er sem fyrr segir stjórnarmaður í Sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja. Í fréttatilkynningu frá félaginu í febrúar síðastliðnum, sem nýráðinn ritstjóri undirritaði ásamt fjórum stjórnarmönnum, var Sjálfstæðisflokknum hrósað og flokkurinn hvattur til að „halda áfram á braut góðra verka“.

„Það er ánægjulegt að fylgjast með og verða vitni að því hvernig hin góðu verk og ákvarðanir Sjálfstæðismanna síðustu kjörtímabila verða að veruleika ... Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins hvetur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að halda áfram á braut góðra verka. Það er mikilvægt að sá mikli kraftur sem í grasrót flokksins býr og drífur áfram flokksstarfið nái að skila sér í bættum hag bæjarbúa hér eftir sem áður fyrr,“ sagði meðal annars í fréttatilkynningunni. Ekki hefur komið fram hvort nýráðinn ritstjóri Eyjafrétta muni sitja áfram í stjórn Sjálfstæðisfélagsins.

Meðal fyrstu frétta í nýrri ritstjórn var viðtal við vin Sindra, Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, um stöðu innanlandsflugs, en Vilhjálmur hefur óskað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna málsins.

„Blaðið er í öflugum höndum,“ sagði Vilhjálmur á Facebook-vegg Sindra í gær um ráðninguna.

Eiga einnig í Morgunblaðinu

Ísfélagið í Vestmannaeyjum  á einnig stóran hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, Árvakri, eða um 13,4%. Auk þess á stjórnarmaður í Ísfélaginu, Sigurbjörn Magnússon, 12,4% í Morgunblaðinu í gegnum félag sitt. Þá er Guðbjörg Matthíasdóttir, einn helsti eigandi Ísfélagins, eigandi að 16,5% hlut í Árvakri. Þannig eiga Ísfélagið og tengdir aðilar minnst 42,3 prósent í félaginu, en meðal annarra eigenda eru Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem á rúm 20%, og Kaupfélag Skagfirðinga.

Nýir eigendur Morgunblaðsins árið 2009 skipuðu Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, ritstjóra ásamt Haraldi Johannessen.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár