Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálfstæðismenn fengnir til að stýra fréttamiðli Eyjamanna

Sterk­ustu út­gerð­ar­fé­lög­in í Vest­manna­eyj­um, Vinnslu­stöð­in og Ís­fé­lag­ið, hafa auk­ið hlut sinn í Eyja­f­rétt­um og ráð­ið sjálf­stæð­is­mann og eig­in­mann odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins rit­stjóra.

Sjálfstæðismenn fengnir til að stýra fréttamiðli Eyjamanna
Vestmannaeyjar Fréttamiðill bæjarbúa er í eigu sterkustu fyrirtækjanna og stýrt af sjálfstæðismönnum. Mynd: Shutterstock

Tilkynnt hefur verið um nýjan ritstjóra hjá Eyjafréttum, stærsta fréttamiðli Vestmannaeyja. 

Ritstjórinn, Sindri Ólafsson,  er stjórnarmaður í sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja, fyrrverandi formaður ungra sjálfstæðismanna í Eyjum og eiginmaður oddvita Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, Hildar Sólveigar Sigurðardóttur.

Formaður nýrrar stjórnar útgáfufélagsins, sem ræður ritstjórann, er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Stjórn félagsins segir í tilkynningu að nýr ritstjóri eigi ekki að „gjalda fjölskyldutengsla“ og er boðuð aukin prentútgáfa Eyjafrétta vegna komandi ríkisstyrkja til fjölmiðla. 

Þetta gerist í kjölfar þess að Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Vinnslustöðin stækka við hlutafé sitt í fjölmiðlafyrirtækinu Eyjasýn. Sömu félög eiga stóran hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Búast við ríkisstyrkjum

Guðbjörg MatthíasdóttirEigandi Ísfélags Vestmannaeyja er stór hluthafi í Morgunblaðinu og Eyjafréttum í Vestmannaeyjum.

Útgáfufélag Eyjafrétta, Eyjasýn, hefur verið rekið með um fimm milljóna króna tapi á ári síðastliðin tvö ár.

Óuppfærður hluthafalisti er birtur á vef Fjölmiðlanefndar, en hann gefur ekki rétta mynd af núverandi eignarhaldi. Stærstu hluthafar eru Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Ísfélagið í Vestmannaeyjum.

Af ársreikningi útgáfufélags Eyjafrétta, Eyjasýn ehf, sést að Ísfélagið hefur aukið hlut sinn úr 15% í 24% og Vinnslustöðin úr 13,5% í 21,6% á milli ára.

Þá hefur verið boðað að útgáfudögum prentblaðs Eyjafrétta verði fjölgað og komi blaðið út á tveggja vikna fresti í stað einu sinni á mánuði. Grundvöllurinn fyrir því, þrátt fyrir taprekstur, er boðaðir ríkisstyrkir til fjölmiðla, eins og segir í yfirlýsingu stjórnar Eyjasýnar:

„Slíkur stuðningur myndi styrkja stoðir Eyjasýnar líkt og annarra útgáfufélaga í svipaðri stöðu. Ekki síst með þetta í huga ákváðu eigendur Eyjasýnar að tryggja félaginu fjármuni til að marka útgáfunni breyttan farveg og gefa áfram út Eyjafréttir á 43 ára gamalli kennitölu!“

Stjórnin er skipuð þremur aðilum, og hafa tveir þeirra verið viðloðandi starf Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, en sá þriðji starfað að kynningarmálum fyrir Vinnslustöðina. Formaður stjórnarinnar er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Rós Ingólfsdóttir. Með henni í bæjarstjórn er Hildur Sólveig Sigurðardóttir, eiginkona nýs ritstjóra, Sindra Ólafssonar.

Búast við fagmennsku af hálfu ritstjórans

Í yfirlýsingu stjórnarinnar er sérstaklega rætt að nýr ritstjóri eigi ekki að gjalda fyrir fjölskyldutengsl sín inn í pólitík.

Sindri ÓlafssonNýr ritstjóri Eyjafrétta er nátengdur Sjálfstæðisflokknum.

„Bæjarmálapólitíkin í Eyjum er á köflum býsna hvöss og einhver kann nú að velta fyrir sér hvernig fjölmiðill með ritstjóra, fjölskyldutengdan bæjarstjórninni, geti fjallað af hlutlægni um mál á þeim vettvangi? Eðlilegt að spurt sé og þeirri spurningunni veltum við eðlilega fyrir okkur í stjórninni og við nýjan ritstjóra sömuleiðis. Sindri treystir sér vel til að taka fagmannlega á hlutunum og við treystum honum fullkomlega. Hann hefur þekkingu og áhuga sem við sækjumst eftir og á ekki að gjalda fjölskyldutengslanna.“

„Hann hefur þekkingu og áhuga sem við sækjumst eftir og á ekki að gjalda fjölskyldutengslanna.“

Sjálfstæðisflokkurinn missti óvænt meirihluta sinn í Vestmannaeyjum í síðustu kosningum og fékk minnsta fylgi frá árinu 1986, eða 45,4 prósent atkvæða. Í kjölfarið mynduðu  Eyjalistinn og flokkurinn Fyrir Heimaey meirihluta.

Ekki ljóst hvort hann víki úr stjórn

Nýr ritstjóri er sem fyrr segir stjórnarmaður í Sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja. Í fréttatilkynningu frá félaginu í febrúar síðastliðnum, sem nýráðinn ritstjóri undirritaði ásamt fjórum stjórnarmönnum, var Sjálfstæðisflokknum hrósað og flokkurinn hvattur til að „halda áfram á braut góðra verka“.

„Það er ánægjulegt að fylgjast með og verða vitni að því hvernig hin góðu verk og ákvarðanir Sjálfstæðismanna síðustu kjörtímabila verða að veruleika ... Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins hvetur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að halda áfram á braut góðra verka. Það er mikilvægt að sá mikli kraftur sem í grasrót flokksins býr og drífur áfram flokksstarfið nái að skila sér í bættum hag bæjarbúa hér eftir sem áður fyrr,“ sagði meðal annars í fréttatilkynningunni. Ekki hefur komið fram hvort nýráðinn ritstjóri Eyjafrétta muni sitja áfram í stjórn Sjálfstæðisfélagsins.

Meðal fyrstu frétta í nýrri ritstjórn var viðtal við vin Sindra, Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, um stöðu innanlandsflugs, en Vilhjálmur hefur óskað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna málsins.

„Blaðið er í öflugum höndum,“ sagði Vilhjálmur á Facebook-vegg Sindra í gær um ráðninguna.

Eiga einnig í Morgunblaðinu

Ísfélagið í Vestmannaeyjum  á einnig stóran hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, Árvakri, eða um 13,4%. Auk þess á stjórnarmaður í Ísfélaginu, Sigurbjörn Magnússon, 12,4% í Morgunblaðinu í gegnum félag sitt. Þá er Guðbjörg Matthíasdóttir, einn helsti eigandi Ísfélagins, eigandi að 16,5% hlut í Árvakri. Þannig eiga Ísfélagið og tengdir aðilar minnst 42,3 prósent í félaginu, en meðal annarra eigenda eru Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem á rúm 20%, og Kaupfélag Skagfirðinga.

Nýir eigendur Morgunblaðsins árið 2009 skipuðu Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, ritstjóra ásamt Haraldi Johannessen.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár