Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Miklu meira en bara bíó

Sig­ríð­ur María Sig­ur­jóns­dótt­ir eða Sigga Maja eins og hún er ávallt köll­uð, tók við starfi rekstr­ar­stjóra kv­ík­mynda­húss­ins Bíó Para­dís í fyrra. Hún seg­ir bíó­ið fylgja mjög ákveð­inni hug­sjón og seg­ir það hafa breyst í nokk­urs kon­ar fé­lags­mið­stöð í mið­bæn­um. Um helg­ina verð­ur opn­uð ný vef­síða þar sem hægt er að festa kaup á um 200 pla­köt­um eft­ir ís­lenska sam­tíma­lista­menn sem gerðu þau fyr­ir bíó­kvöld­in vin­sælu, Svarta sunnu­daga.

Miklu meira en bara bíó
Þykir vænt um gömlu skinkuna Sigga Maija er úr Mýrdalnum og átti um skeið heima á Laugarvatni. Hún segist vera gömul Selfoss-skinka og að henni þyki vænt um að hafa verið sú týpa, þó hún hafi verið léleg í því. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sigga Maija er menntaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands  og stofnaði meðal annars sitt eigið fatamerki, Sigga Maija og var ein stofnenda Minör Coworking sem er vinnustofa fyrir listamenn úti á Granda.  Hún er í sambandi með Árna Sveinssyni kvikmyndagerðarmanni og saman eiga þau ellefu ára dóttur, Lóu. Sigga Maija tók við starfi sínu sem rekstrarstjóri Bíó Paradís í fyrra og segir að listrænn bakgrunnur sinn hafi komið sér vel í nýju starfi.  „Ég á heima í hundrað og einum Reykjavík og hef átt heima þar frá því árið 2003. Ég er samt úr sveitinni upprunalega, frá Mýrdalnum á Suðurlandi, og svo átti ég heima um skeið á Laugarvatni. Svo er ég líka gömul Selfoss-skinka. Mér þykir vænt um að hafa verið skinka, ég var léleg í því en ég reyndi þó,“ segir hún og hlær. „Eftir að ég útskrifaðist úr fatahönnunardeild í LHÍ stofnaði ég mitt eigið merki og snerti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár