Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

„Sá banki sem ekki nýt­ur trausts, hann er bú­inn að vera,“ sagði Ás­geir Jóns­son í Kast­ljósi.

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

„Sá banki sem ekki nýtur trausts, hann er búinn að vera. Peningahagfræði er ekkert ósvipuð guðfræði. Hún byggir á trú eða trausti.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson, nýr seðlabankastjóri Íslands, í Kastljóssviðtali í kvöld, aðspurður hvort hann „treysti“ íslensku bönkunum.

Ásgeir telur að störf sín fyrir greiningardeild Kaupþings í kringum hrun hafi verið góður undirbúningur fyrir starfið sem hann er nú að taka við. Sagðist hann í Kastljóssviðtalinu ekki hafa gert sér grein fyrir því á hve veikum grunni bankarnir stóðu þegar hann sagði, sem forstöðumaður greiningardeildarinnar í maí 2008 að þeir væru „burðugar stofnanir“. 

Már Guðmundsson lauk tíu ára starfstímabili sínu sem seðlabankastjóri Íslands í dag og tók á móti arftaka sínum. „Blessaður seðlabankastjóri og velkominn,“ sagði hann við Ásgeir. Göntuðust þeir með að nú þyrfti nýr seðlabankastjóri að ná að lyfta gullforða ríkisins, ellegar hverfa frá. „Þetta er eiginlega eina starfið sem hefði geta dregið mig út úr háskólanum,“ sagði Ásgeir við fréttamenn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár