Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

Ás­geir Jóns­son, fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur grein­ing­ar­deild­ar Kaupþings og for­seti hag­fræði­deild­ar Há­skóla Ís­lands, tók við sem Seðla­banka­stjóri í morg­un.

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref
Nýr bankastjóri Már Guðmundsson ræðir við arftaka sinn, Ásgeir Jónsson. Hér ásamt Rannveigu Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóra. Mynd: Pressphotos

Nýr seðlabankastjóri tók formlega við störfum í morgun eftir að Már Guðmundsson lauk tíu ára starfstímabili sínu. 

„Blessaður seðlabankastjóri og velkominn,“ sagði Már við Ásgeir Jónsson, arftaka sinn í morgun. „Sælir,“ svaraði Ásgeir, áður en hann heilsaði aðstoðarseðlabankastjóra, Rannveigu Sigurðardóttur.

Már og Ásgeir grínuðust með að nú þyrfti nýr seðlabankastjóri að ná að lyfta gullforða ríkisins, ellegar hverfa frá. Gullforðinn er hins vegar geymdur erlendis, eða í Lundúnum, og vegur um tvö tonn.

„Þetta er eiginlega eina starfið sem hefði geta dregið mig út úr háskólanum,“ sagði Ásgeir síðar við fréttamenn.

Starf seðlabankastjóra hefur verið stormasamt. Þegar Már tók við sem seðlabankastjóri 20. ágúst árið 2009 voru meginvextir seðlabankans 9,5 prósent og höfðu staðið í 18 prósentum fimm mánuðum fyrr. Nú eru þeir aðeins 3,75 prósent.

Ásgeir JónssonNýr seðlabankastjóri í morgun.

Ásgeir Jónsson hefur undanfarin ár verið þekktur sem forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, en áður var hann meðal annars aðalhagfræðingur Kaupþings og forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings í aðdraganda efnahagshrunsins. 

Tveir þingmenn Pírata hafa meðal annarra gagnrýnt skipan Ásgeir á þeim grundvelli að hann hafi verið lykilmaður og klappstýra Kaupþings banka í starfseminni fyrir efnahagshrunið. Ásgeir gagnrýndi meðal annars gagnrýnendur bankanna fyrir „hysteríu“ árið 2008, nokkru áður en bankarnir féllu.

Seðlabankastjóri er skipaður til fimm ára, að hámarki til tíu ára. Í núgildandi lögum er gerð sú krafa að hann sé menntaður í hagfræði eða tengdum greinum. Ásgeir skrifaði doktors um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Hann lauk doktorsprófi frá Indiana University í Bandaríkjunum með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið.

Forveri Más Guðmundssonar í starfi var Svein Harald Øygard, sem skipaður var til bráðabirgða í febrúar 2009 eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, þá forsætisráðherra, sendi Davíð Oddssyni seðlabankastjóra í reynd uppsagnarbréf, þar sem hún kynnti lagabreytingu sem myndi leggja niður stöðu hans. Davíð er lögfræðimenntaður og fyrrverandi forsætisráðherra til þrettán ára.

„Ég varð um tíma að halda símtólinu vel frá mér, svo æstur var hann,“ sagði Jóhanna um síðasta samtal hennar og Davíðs, í bók hennar Minn tími.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skipaði Ásgeir í kjölfar þess að hann var metinnmeðal þeirra hæfustu af hæfisnefnd. Ásgeir er sonur fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna, Jóns Bjarnasonar, en Jón yfirgaf flokkinn á sínum tíma.

„Við erum svolítið eins og hálfgerður klúbbur“

Ásgeir tekur við ágætu búi í sögulegu samhengi. Skuldir ríkisins eru í lágmarki, verðbólga er 3,1 prósent og stýrivextir sögulega lágir. Næsti vaxtaákvörðunardagur er miðvikudagurinn 28. ágúst næstkomandi.

Í samtali við Stöð 2 sagði Ásgeir að stýrivaxtalækkanir „gætu hæglega haldið áfram“ vegna fækkunar ferðamanna. „Við erum líka að sjá kjarasamninga sem ég tel að stuðli að stöðugleika í landinu og allt þetta undirbyggir frekari stýrivaxtalækkanir. En þetta veltur dálítið á því hvernig hagkerfið þróast. Ísland er svo lítið land og við erum svolítið eins og hálfgerður klúbbur þannig að hagkerfið er mjög fljótt að snúast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár