Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

„Lög­regla er ekki og hef­ur aldrei ver­ið í liði með hinseg­in­fólki,“ seg­ir Guð­munda Smári Veig­ars­dótt­ir, að­gerðasinni sem hef­ur gegnt trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sam­tök­in '78 og Hinseg­in daga. „Ég veit að El­ín­borg hlakk­aði til að sjá göng­una, en svo ger­ist þetta.“

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

„Það er ofboðslega sárt að vera handtekin fyrir hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég hef gert.“ Þetta segir Elínborg Harpa Önundardóttir, unga konan sem var handtekin í gleðigöngunni, í samtali við Stundina. Hún var stödd á Landspítalanum að afla áverkavottorðs þegar blaðamaður náði tali af henni.

Lögreglan sagði fjölmiðlum fyrr í dag að konan hefði gert „tilraun til þess að trufla gönguna í mótmælaskyni“ . Elínborg segir þetta kolrangt og útskýrir hvernig atburðarásin horfir við henni í viðtali við Vísi

Guðmunda Smári Veigarsdóttir, hinsegin aðgerðasinni sem meðal annars hefur setið í stjórnum Hinsegin daga og Samtakanna '78, fjallar um málið á Facebook og greinir frá því að nokkrir aðgerðasinnar hafi íhugað að mótmæla viðveru lögreglu í gleðigöngunni en síðan hætt við.

„Lögregla framdi líkamsárás á Pride göngunni,“ skrifar Guðmunda. „Réðst á hinsegin manneskju fyrir það eitt að labba og vera til. Eina sem þessi manneskja gæti hafa gert var að hafa hitt mig og rætt um hugsanleg mótmæli sem við afturkölluðum vegna loforða lögreglunnar við pride. Greinilega eru loforð lögreglunnar við hinsegin fólk ekki virt. Ég sit núna með þessari manneskju og horfi upp á áverka og miklar bólgur sem ég ætti að bera því ég var eina upphafs manneskjan. Núna er greinilegt að lögreglan er að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla. Sú sem var handtekin var ekki að mótmæla heldur var bara að njóta pride.“ 

Guðmunda segir í samtali við Stundina að atvikið komi sér því miður ekki á óvart. 

„Lögregla er ekki og hefur aldrei verið í liði með hinseginfólki. Það fara engar kærur vegna hatursglæpa áfram frá lögreglu, jafnvel þótt um sé að ræða ítrekaðar árásir og jafnvel þótt málavextir séu augljósir. Þessi aðgerð í dag sýnir einmitt viðmótið. Þau viljandi targeta hinsegin manneskju.“

Guðmunda segir að aldrei hafi staðið til að mótmæla gleðigöngunni þótt nokkrir aðgerðasinnar hafi íhugað að mótmæla viðveru lögreglu með einhverjum hætti en hætt við. Í fyrradag birti hún eftirfarandi færslu á Facebook:

„Lögreglan gaf stjórn Hinsegin daga loforð sem þau stóðu svo ekki við,“ segir hún. „Okkur þykir vænt um gönguna og ég veit að Elínborg hlakkaði til að sjá gönguna – en svo gerist þetta.“

Elínborg segist hafa fengið kaldar kveðjur frá lögreglumönnunum. „Þeir kvöddu mig með þeim orðum að ef ég myndi óhlýðnast fyrirmælum lögreglu aftur myndu þeir sjá til þess að ég fengi ekki að skemmta mér í dag eða taka þátt í skemmtunum í kvöld.“

Ýmsir hafa lýst hneykslan á framgöngu lögreglu, meðal annars Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár