Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

„Lög­regla er ekki og hef­ur aldrei ver­ið í liði með hinseg­in­fólki,“ seg­ir Guð­munda Smári Veig­ars­dótt­ir, að­gerðasinni sem hef­ur gegnt trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sam­tök­in '78 og Hinseg­in daga. „Ég veit að El­ín­borg hlakk­aði til að sjá göng­una, en svo ger­ist þetta.“

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

„Það er ofboðslega sárt að vera handtekin fyrir hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég hef gert.“ Þetta segir Elínborg Harpa Önundardóttir, unga konan sem var handtekin í gleðigöngunni, í samtali við Stundina. Hún var stödd á Landspítalanum að afla áverkavottorðs þegar blaðamaður náði tali af henni.

Lögreglan sagði fjölmiðlum fyrr í dag að konan hefði gert „tilraun til þess að trufla gönguna í mótmælaskyni“ . Elínborg segir þetta kolrangt og útskýrir hvernig atburðarásin horfir við henni í viðtali við Vísi

Guðmunda Smári Veigarsdóttir, hinsegin aðgerðasinni sem meðal annars hefur setið í stjórnum Hinsegin daga og Samtakanna '78, fjallar um málið á Facebook og greinir frá því að nokkrir aðgerðasinnar hafi íhugað að mótmæla viðveru lögreglu í gleðigöngunni en síðan hætt við.

„Lögregla framdi líkamsárás á Pride göngunni,“ skrifar Guðmunda. „Réðst á hinsegin manneskju fyrir það eitt að labba og vera til. Eina sem þessi manneskja gæti hafa gert var að hafa hitt mig og rætt um hugsanleg mótmæli sem við afturkölluðum vegna loforða lögreglunnar við pride. Greinilega eru loforð lögreglunnar við hinsegin fólk ekki virt. Ég sit núna með þessari manneskju og horfi upp á áverka og miklar bólgur sem ég ætti að bera því ég var eina upphafs manneskjan. Núna er greinilegt að lögreglan er að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla. Sú sem var handtekin var ekki að mótmæla heldur var bara að njóta pride.“ 

Guðmunda segir í samtali við Stundina að atvikið komi sér því miður ekki á óvart. 

„Lögregla er ekki og hefur aldrei verið í liði með hinseginfólki. Það fara engar kærur vegna hatursglæpa áfram frá lögreglu, jafnvel þótt um sé að ræða ítrekaðar árásir og jafnvel þótt málavextir séu augljósir. Þessi aðgerð í dag sýnir einmitt viðmótið. Þau viljandi targeta hinsegin manneskju.“

Guðmunda segir að aldrei hafi staðið til að mótmæla gleðigöngunni þótt nokkrir aðgerðasinnar hafi íhugað að mótmæla viðveru lögreglu með einhverjum hætti en hætt við. Í fyrradag birti hún eftirfarandi færslu á Facebook:

„Lögreglan gaf stjórn Hinsegin daga loforð sem þau stóðu svo ekki við,“ segir hún. „Okkur þykir vænt um gönguna og ég veit að Elínborg hlakkaði til að sjá gönguna – en svo gerist þetta.“

Elínborg segist hafa fengið kaldar kveðjur frá lögreglumönnunum. „Þeir kvöddu mig með þeim orðum að ef ég myndi óhlýðnast fyrirmælum lögreglu aftur myndu þeir sjá til þess að ég fengi ekki að skemmta mér í dag eða taka þátt í skemmtunum í kvöld.“

Ýmsir hafa lýst hneykslan á framgöngu lögreglu, meðal annars Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Söluráðgjafar fengu þóknun fyrir sölu á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa brotið lög
2
Greining

Sölu­ráð­gjaf­ar fengu þókn­un fyr­ir sölu á Ís­lands­banka þrátt fyr­ir að hafa brot­ið lög

Banka­sýsla rík­is­ins ætl­ar ekki að taka ákvörð­un um hvort hún greiði sölu­ráð­gjöf­um val­kvæða þókn­un fyr­ir að­komu sína að sölu á hlut í Ís­lands­banka fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um fyrr en at­hug­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þætti þeirra í sölu­ferl­inu ligg­ur fyr­ir. Eft­ir­lit­ið hef­ur þeg­ar lok­ið at­hug­un á tveim­ur ráð­gjöf­um og komst að þeirri nið­ur­stöðu að báð­ir hefðu brot­ið gegn lög­um.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
3
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
„Það er ekkert eftir“
5
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Lögfræðingar borgarinnar skoða styrki til Betra lífs
7
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Lög­fræð­ing­ar borg­ar­inn­ar skoða styrki til Betra lífs

Lög­fræð­ing­ar vel­ferð­ar­sviðs eru að skoða styrki sem Reykja­vík­ur­borg veitti áfanga­heim­il­inu Betra líf á ár­un­um 2020-2023. Þetta kem­ur til eft­ir að Heim­ild­in fjall­aði um að rang­ar upp­lýs­ing­ar hefðu ver­ið í styrk­umsókn­um. Í fyr­ir­spurn vegna máls­ins er með­al ann­ars spurt hvort lit­ið sé á þetta sem til­raun til fjár­svika en eng­in svör fást að svo stöddu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár