Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjörutíu sveitarfélög munu þurfa að sameinast öðrum

Fjór­tán sveit­ar­fé­lög eru of fá­menn sam­kvæmt við­mið­um sem inn­leið á fyr­ir næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar 2022. Enn fleiri eru und­ir við­mið­un­um fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2026 þeg­ar lág­marks­fjöldi íbúa verð­ur 1000 manns í hverju sveit­ar­fé­lagi.

Fjörutíu sveitarfélög munu þurfa að sameinast öðrum
Ísland Sveitarfélög á landinu eru nú 72 talsins. Mynd: NASA

Fjörutíu sveitarfélög á Íslandi eru of fámenn samkvæmt nýjum viðmiðum um lágmarksíbúafjölda. Er það meira en helmingur allra sveitarfélaga, sem eru í heildina 72 talsins. Sveitarfélög munu fá fjárhagslegan stuðning til sameiningar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur birt tillögu sína til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033. Samkvæmt henni verður stefnt að innleiðingu lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga á tímabilinu.  Lagt er til að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022 en 1000 frá kosningum árið 2026.

Samkvæmt mannfjöldatölfræði Hagstofunnar eru 14 sveitarfélög á Íslandi með færri íbúa en 250 manns. Þar af eru sjö með færri en 100 íbúa. Fámennast er Árneshreppur með 40 íbúa, en fjölmennast í þessum hópi er Ásahreppur með 248 íbúa. Nái þingsályktunartillagan fram að ganga munu þessi sveitarfélög þurfa að sameinast öðrum eða fjölga íbúum með öðrum hætti fyrir kosningar árið 2022.

Önnur 26 sveitarfélög eru með á milli 250 og 1000 íbúa. Meðal þeirra fjölmennustu eru Vesturbyggð, Bolungarvík og Blönduóssbær. Munu þessi sveitarfélög þurfa að grípa til aðgerða fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2026.

Samstaða var um það í starfshópi ráðherra að koma á lágmarksíbúafjölda. „Það er sameiginleg niðurstaða að til þess að ná því markmiði að efla sveitarstjórnarstigið og gera sveitarfélögin að enn sjálfbærari þjónustu- og rekstrareiningum þurfi að fækka þeim,“ segir í greinargerð með tillögunni. „Skiptar skoðanir voru um það í starfshópnum og meðal þeirra sem tóku þátt í samráðinu hver þessi tala ætti að vera, sjónarmið komu fram um að hún væri allt of lág, en niðurstaðan varð sú að þessi einstaka aðgerð myndi engu að síður hafa mikil áhrif.“

Aðeins 30 sveitarfélög árið 2026

Nái tillagan fram að ganga verða því aðeins um 30 sveitarfélög á landinu öllu árið 2026. Búist er við talsverðum hagrænum áhrifum af sameiningunni. Samkvæmt tillögunni mun reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verða breytt til að tryggja aukinn stuðning við sameiningar sveitarfélaga og heildarendurskoðun á Jöfnunarsjóði fyrir árið 2022.

„Allt að 15 milljarðar gætu farið í þennan stuðning á tímabilinu, þ.e. fram til ársins 2026 er 1.000 íbúamarkið tekur gildi og í allt að sjö ár eftir það, sem væri endanlegur útgreiðslutími,“ segir í greinargerð með tillögunni. „Nefndin leggur til að sjóðurinn fái heimild strax á árinu 2020 til að hefja söfnun í sjóð sem mætir þessum kostnaði, auk þess sem reglur um framkvæmd stuðnings yrðu endurskoðaðar í heild sinni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár