Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þverpólitísk samstaða um að þrengja skilyrði til jarðakaupa

All­ir þing­menn sem tóku af­stöðu til fyr­ir­spurn­ar Stund­ar­inn­ar sögð­ust styðja að skil­yrði um kaup á jörð­um verði þrengd með lög­um. „Í sjálfu sér skipt­ir ekki öllu hvort kapí­talist­inn sem safn­ar jörð­um býr á Rívíer­unni eða í Reykja­vík,“ seg­ir Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé.

Þverpólitísk samstaða um að þrengja skilyrði til jarðakaupa

Allir alþingismenn sem tóku afstöðu til fyrirspurnar Stundarinnar segjast styðja þrengri skilyrði í lögum varðandi kaup á jörðum. Mikil umræða hefur verið um samþjöppun eignarhalds á landi að undanförnu, meðal annars vegna uppkaupa breska auðkýfingsins James Ratcliffe á jörðum og vatnsréttindum á Norðausturlandi.

Stundin lagði tvær spurningar fyrir alþingismenn með tölvupósti. Sú fyrri hljóðar svo: „Styður þú að þrengri skilyrði verði leidd í lög varðandi kaup á jörðum?“

Allir þeir 22 þingmenn sem tóku afstöðu til spurningarinnar svöruðu henni játandi. Þingmennirnir eru úr öllum þeim flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Að sögn ráðherranna Katrínar Jakobsdóttur, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar er frumvarp nú í vinnslu þar sem skilyrði fyrir kaupum verða þrengd samkvæmt tillögum starfshóps sem skilaði skýrslu þess efnis síðasta haust.

Síðari spurningin var: „Telur þú að skilyrði fyrir jarðakaupum ættu að vera þrengri fyrir aðila sem hafa ekki fasta búsetu á Íslandi?“ Í skýrslu starfshópsins …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár