Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

„Nú get ég ekki leng­ur orða bund­ist,“ seg­ir fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vegna fregna af enn frek­ari jarða­kaup­um auð­manns­ins James Ratclif­fe.

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, borgarstjóri og formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir harðlega þá þróun sem hefur átt sér stað varðandi uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum jörðum.

„Nú get ég ekki lengur orða bundist,“ skrifar hún á Facebook. „Stjórnmálamenn verða að tryggja þegnrétt þeirra sem búa á Íslandi. Það þarf að ganga þannig frá málum að útlendingar og fyrirtæki þeirra geti því aðeins keypt jarðir á Íslandi að þeir ætli að hafa staðfestu í landinu og deila örlögum með þeim sem þar búa.“

RÚV greindi frá því í síðustu viku að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf., í eigu James Ratcliffe, hefði nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði og fyrir vikið eignast meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá. Ratcliffe var ríkasti maður Bretlands en flutti nýlega lögheimilið til Mónakó til að lækka skattbyrði sína. Undanfarin ár hefur hann, ásamt viðskiptafélögum sínum, keypt tugi jarða í Vopnafirði og Þistilfirði. 

Sumar jarðanna eru í nágrenni tilvonandi athafnasvæðis umskipunarhafnar í Finnafirði. Langtímamarkmið verkefnisins er þjónusta við skipaflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað í Norður-Atlantshafi. Ineos, stórfyrirtæki í eigu James Ratcliffe, hefur átt í viðræðum við olíufélagið ConocoPhillips um kaup á olíu- og gasauðlindum í Norðursjó.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa boðað herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. „Við getum ekki litið á land eins og hverja aðra vöru og þjónustu,“ sagði Katrín nýlega í viðtali við RÚV. „Ég hef falið sérfræðingi að gera tillögur að lagabreytingum sem koma munu til kasta þingsins næsta vetur. Ég tel að það sé mikill og breiður pólitískur vilji til að setja strangari ramma um þessi mál hér á landi eins og við sjáum svo víða í nágrannalöndum okkar.“

Ingibjörg Sólrún, sem í dag starfar sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, tjáir sig um jarðakaup erlendra auðmanna á Facebook og kallar eftir því að komið verði böndum á þróunina. Segist hún einnig hlynnt því að settar verði reglur sem takmarki hversu mikið land hver og einn má eiga, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár