Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

„Nú get ég ekki leng­ur orða bund­ist,“ seg­ir fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vegna fregna af enn frek­ari jarða­kaup­um auð­manns­ins James Ratclif­fe.

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, borgarstjóri og formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir harðlega þá þróun sem hefur átt sér stað varðandi uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum jörðum.

„Nú get ég ekki lengur orða bundist,“ skrifar hún á Facebook. „Stjórnmálamenn verða að tryggja þegnrétt þeirra sem búa á Íslandi. Það þarf að ganga þannig frá málum að útlendingar og fyrirtæki þeirra geti því aðeins keypt jarðir á Íslandi að þeir ætli að hafa staðfestu í landinu og deila örlögum með þeim sem þar búa.“

RÚV greindi frá því í síðustu viku að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf., í eigu James Ratcliffe, hefði nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði og fyrir vikið eignast meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá. Ratcliffe var ríkasti maður Bretlands en flutti nýlega lögheimilið til Mónakó til að lækka skattbyrði sína. Undanfarin ár hefur hann, ásamt viðskiptafélögum sínum, keypt tugi jarða í Vopnafirði og Þistilfirði. 

Sumar jarðanna eru í nágrenni tilvonandi athafnasvæðis umskipunarhafnar í Finnafirði. Langtímamarkmið verkefnisins er þjónusta við skipaflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað í Norður-Atlantshafi. Ineos, stórfyrirtæki í eigu James Ratcliffe, hefur átt í viðræðum við olíufélagið ConocoPhillips um kaup á olíu- og gasauðlindum í Norðursjó.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa boðað herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. „Við getum ekki litið á land eins og hverja aðra vöru og þjónustu,“ sagði Katrín nýlega í viðtali við RÚV. „Ég hef falið sérfræðingi að gera tillögur að lagabreytingum sem koma munu til kasta þingsins næsta vetur. Ég tel að það sé mikill og breiður pólitískur vilji til að setja strangari ramma um þessi mál hér á landi eins og við sjáum svo víða í nágrannalöndum okkar.“

Ingibjörg Sólrún, sem í dag starfar sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, tjáir sig um jarðakaup erlendra auðmanna á Facebook og kallar eftir því að komið verði böndum á þróunina. Segist hún einnig hlynnt því að settar verði reglur sem takmarki hversu mikið land hver og einn má eiga, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár