Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

„Nú get ég ekki leng­ur orða bund­ist,“ seg­ir fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vegna fregna af enn frek­ari jarða­kaup­um auð­manns­ins James Ratclif­fe.

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, borgarstjóri og formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir harðlega þá þróun sem hefur átt sér stað varðandi uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum jörðum.

„Nú get ég ekki lengur orða bundist,“ skrifar hún á Facebook. „Stjórnmálamenn verða að tryggja þegnrétt þeirra sem búa á Íslandi. Það þarf að ganga þannig frá málum að útlendingar og fyrirtæki þeirra geti því aðeins keypt jarðir á Íslandi að þeir ætli að hafa staðfestu í landinu og deila örlögum með þeim sem þar búa.“

RÚV greindi frá því í síðustu viku að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf., í eigu James Ratcliffe, hefði nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði og fyrir vikið eignast meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá. Ratcliffe var ríkasti maður Bretlands en flutti nýlega lögheimilið til Mónakó til að lækka skattbyrði sína. Undanfarin ár hefur hann, ásamt viðskiptafélögum sínum, keypt tugi jarða í Vopnafirði og Þistilfirði. 

Sumar jarðanna eru í nágrenni tilvonandi athafnasvæðis umskipunarhafnar í Finnafirði. Langtímamarkmið verkefnisins er þjónusta við skipaflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað í Norður-Atlantshafi. Ineos, stórfyrirtæki í eigu James Ratcliffe, hefur átt í viðræðum við olíufélagið ConocoPhillips um kaup á olíu- og gasauðlindum í Norðursjó.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa boðað herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. „Við getum ekki litið á land eins og hverja aðra vöru og þjónustu,“ sagði Katrín nýlega í viðtali við RÚV. „Ég hef falið sérfræðingi að gera tillögur að lagabreytingum sem koma munu til kasta þingsins næsta vetur. Ég tel að það sé mikill og breiður pólitískur vilji til að setja strangari ramma um þessi mál hér á landi eins og við sjáum svo víða í nágrannalöndum okkar.“

Ingibjörg Sólrún, sem í dag starfar sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, tjáir sig um jarðakaup erlendra auðmanna á Facebook og kallar eftir því að komið verði böndum á þróunina. Segist hún einnig hlynnt því að settar verði reglur sem takmarki hversu mikið land hver og einn má eiga, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár