Fjöldi Íslendinga hefur sterka tengingu við landsbyggðina, sem má segja að sé innprentuð í erfðamengi landsmanna enda auðvelt fyrir flesta Íslendinga að rekja ættir sínar að einhverju leyti til hennar. Einhverjir hafa staðið sig að því að þrá, þó ekki væri nema um stundarsakir, að komast úr hraðanum í Reykjavík og því pakkað niður búslóðinni og sest að í íslenskri sveit. Einfaldað líf sitt og leyft því að slá betur í takt við náttúruöflin. Fundið hamingjuna í því smáa og upplifað í leiðinni tilfinninguna sem fylgir því að tilheyra samfélagi þar sem þú þekkir hvern einstakling með nafni.
Hjónin Katla Rut Pétursdóttir og Kolbeinn Arnbjörnsson sögðu skilið við borgina með væntingar í farteskinu um einfaldara og innihaldsríkara líf með fjölskyldu sinni og ákváðu þannig að fjárfesta betur í tíma, náttúru og fólkinu sínu. Þau freistuðu þess að dýpka hamingjustuðulinn með því að flytja í heimabæ Kötlu Rutar á Seyðisfirði, litríka …
Athugasemdir