Í garðinum okkar í Laugarnesinu sitjum við amma og Grettir frændi stundum og ræðum heimsmálin. Aðallega þau mál sem skipta engu máli en þrátt fyrir það verður umræðan oft ansi heit. Yfirleitt er verið að úthúða pöpulnum, já ég veit, yfirlætisfullt að segja pöpull en það er gaman og satt. Verða fyrir barðinu yfirborðskenndar verðlaunaafhendingar, örvæntingarfullir jaðarlistamenn í meinstrím söngvakeppnum og fólkið sem einhverra óskiljanlegra hluta vegna elskar ekki Guðberg Bergsson. Einn þessara krúttlegu sólarglætudaga í júníbyrjun sátum við með kaffi og sígó, ég með laumsígó, amma draumsígó og Grettir með raunsígó, þegar fóstureyðingar, eins raunbanal og það er, bar á góma.
ÉG, hikandi:
Ég er að pæla í að skrifa um fóstureyðingar, amma.
Grettir sprakk úr hlátri því hann hélt að ég væri að grínast en amma varð himinlifandi.
AMMA:
Já, það líst mér vel á. Þetta helvítis tal í þessum köllum endalaust, hvað er fólk að skipta …
Athugasemdir