Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stríðið gegn konum

Þreng­ing á rétti kvenna til þung­un­ar­rofs í Banda­ríkj­un­um er síð­asti kafl­inn í ára­tuga sögu vax­andi radík­alíser­ing­ar hins banda­ríska hægris og bar­áttu krist­inna aft­ur­halds­manna gegn borg­ara­leg­um rétt­ind­um sem unn­in voru í rétt­inda­bylt­ingu eft­ir­stríðs­ár­anna.

Stríðið gegn konum
Krafa um sjálfræði Mótmælendur í Ft. Lauderedale, Florida. Mynd: Shutterstock

Nýleg lagasetning í Alabama og ýmsum öðrum Suður- og Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, sem bannar fóstureyðingar eftir sjöttu eða áttundu viku meðgöngu, svokölluð „heartbeat laws“, varpar upp matraðarkenndri framtíðarsýn fyrir stóran hluta kvenna í Bandaríkjunum. Á sama tíma og Saga þernunnar eftir Margaret Atwood hefur verið endurgerð sem sjónvarpssería af efnisveitunni Hulu virðast kristnir afturhaldssinnar staðráðnir í að setja söguna á svið í raunheimum.

Baráttufólk fyrir rétti kvenna til þungunarrofs hefur þungar áhyggjur af þessari sókn fóstureyðingarandstæðinga og kristinna afturhaldsmanna, enda glæpavæða lögin þungunarrof. Lögin skilgreina fóstur sem fullburða einstaklinga fyrir lögunum. Læknar sem framkvæma þungunarrof í Alabama geta því átt yfir höfði sér allt að 99 ára fangelsi, og konur kunna að eiga yfir höfði sér lögreglurannsóknir vegna fósturmissis, eins og nýlegt dómsmál í Alabama sýnir.

Hvað skýrir þessa vaxandi róttækni hins kristna hægris í því sem hefur verið kallað „stríð“ gegn konum, og eru sigrar fóstureyðingarandstæðinga á ríkisþingum Suður- og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár