Nýleg lagasetning í Alabama og ýmsum öðrum Suður- og Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, sem bannar fóstureyðingar eftir sjöttu eða áttundu viku meðgöngu, svokölluð „heartbeat laws“, varpar upp matraðarkenndri framtíðarsýn fyrir stóran hluta kvenna í Bandaríkjunum. Á sama tíma og Saga þernunnar eftir Margaret Atwood hefur verið endurgerð sem sjónvarpssería af efnisveitunni Hulu virðast kristnir afturhaldssinnar staðráðnir í að setja söguna á svið í raunheimum.
Baráttufólk fyrir rétti kvenna til þungunarrofs hefur þungar áhyggjur af þessari sókn fóstureyðingarandstæðinga og kristinna afturhaldsmanna, enda glæpavæða lögin þungunarrof. Lögin skilgreina fóstur sem fullburða einstaklinga fyrir lögunum. Læknar sem framkvæma þungunarrof í Alabama geta því átt yfir höfði sér allt að 99 ára fangelsi, og konur kunna að eiga yfir höfði sér lögreglurannsóknir vegna fósturmissis, eins og nýlegt dómsmál í Alabama sýnir.
Hvað skýrir þessa vaxandi róttækni hins kristna hægris í því sem hefur verið kallað „stríð“ gegn konum, og eru sigrar fóstureyðingarandstæðinga á ríkisþingum Suður- og …
Athugasemdir