Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stríðið gegn konum

Þreng­ing á rétti kvenna til þung­un­ar­rofs í Banda­ríkj­un­um er síð­asti kafl­inn í ára­tuga sögu vax­andi radík­alíser­ing­ar hins banda­ríska hægris og bar­áttu krist­inna aft­ur­halds­manna gegn borg­ara­leg­um rétt­ind­um sem unn­in voru í rétt­inda­bylt­ingu eft­ir­stríðs­ár­anna.

Stríðið gegn konum
Krafa um sjálfræði Mótmælendur í Ft. Lauderedale, Florida. Mynd: Shutterstock

Nýleg lagasetning í Alabama og ýmsum öðrum Suður- og Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, sem bannar fóstureyðingar eftir sjöttu eða áttundu viku meðgöngu, svokölluð „heartbeat laws“, varpar upp matraðarkenndri framtíðarsýn fyrir stóran hluta kvenna í Bandaríkjunum. Á sama tíma og Saga þernunnar eftir Margaret Atwood hefur verið endurgerð sem sjónvarpssería af efnisveitunni Hulu virðast kristnir afturhaldssinnar staðráðnir í að setja söguna á svið í raunheimum.

Baráttufólk fyrir rétti kvenna til þungunarrofs hefur þungar áhyggjur af þessari sókn fóstureyðingarandstæðinga og kristinna afturhaldsmanna, enda glæpavæða lögin þungunarrof. Lögin skilgreina fóstur sem fullburða einstaklinga fyrir lögunum. Læknar sem framkvæma þungunarrof í Alabama geta því átt yfir höfði sér allt að 99 ára fangelsi, og konur kunna að eiga yfir höfði sér lögreglurannsóknir vegna fósturmissis, eins og nýlegt dómsmál í Alabama sýnir.

Hvað skýrir þessa vaxandi róttækni hins kristna hægris í því sem hefur verið kallað „stríð“ gegn konum, og eru sigrar fóstureyðingarandstæðinga á ríkisþingum Suður- og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
4
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár