Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útvarpsstjóri sækir um stöðu Þjóðleikhússtjóra

Magnús Geir Þórð­ar­son út­varps­stjóri seg­ir að sig langi „að fá aft­ur að taka þátt í leik­hústöfr­un­um“

Útvarpsstjóri sækir um stöðu Þjóðleikhússtjóra
Sækir um stöðu Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir vill færa sig frá Ríkisútvarpinu og aftur inn í leikhúsheiminn. Mynd: Rúv

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri er einn umsækjenda um stöðu Þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur um stöðuna rennur út í dag. Magnús Geir tilkynnti starfsfólki Ríkisútvarpsins þetta í morgun.

Magnús Geir segir í tölvupósti til starfsfólks að hann sé ótrúlega stoltur af þeim árangri sem náðst hafi á síðustu misserum í rekstri Ríkisútvarpsins. „Þrátt fyrir að vera ánægður í starfi og að allt gangi hér vel, þá á leikhúsið samt alltaf rosalega stóran sess í hjarta mínu,“ skrifar Magnús Geir um leið og hann tilkynnir að hann hafi sóst eftir starfi Þjóðleikhússtjóra sem skipað verður í frá og með næstu áramótum.

„Ég trúi því að ég hafi heilmikið fram að færa í það starf og mig langar mikið að fá aftur að taka þátt í leikhústöfrunum. Þá hef ég að undanförnu fengið hvatningar frá leikhúsfólki sem ég tek mark á og þykir vænt um,“ skrifar Magnús Geir einnig og bætir við að hann voni að samstarfsfólk hans skilji og virði ákvörðunina.

Magnús Geir er leikhúsfræðingur frá University of Wales og stýrði Leikfélagi Akureyrar á árunum 2004 til 2008. Þá tók hann við stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins sem hann stýrði allt þar til hann tók við stöðu útvarpsstjóra árið 2014.

Viðbót kl. 13:00
Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri hefur einnig sótt um stöðu Þjóðleikhússstjóra. Þá er Ari Matthíasson, núverandi leikhússtjóri, á meðal umsækjenda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár