Í júlí banka fornir tímar upp á í Tjarnargíg í Lakagígum, Akranesvita, Stefánshelli í Hallmundarhrauni, Lýsistankinum í Djúpavík, í Botnstjörn í Ásbyrgi og á Emelíuklöppum í Grímsey. Þá fer tónleikaröðin Uppi og niðri og þar í miðju - úr alfaraleið fram á þessum einstöku stöðum, þar sem flutt verða íslensk þjóðlög sem eiga það sameiginlegt að tjá mannlega tilveru. Það er sópransöngkonan Anna Jónsdóttir sem stendur að viðburðunum en hún hefur reynslu af því að flytja lög úti í náttúrunni, sem hún segir engu líkt. „Ég hef reynslu af því að flytja lögin svona beint fram af munni og hef fundið hvað þetta er kröftugur og gjöfull miðill í senn, að gera það í þessu nána umhverfi á svona mögnuðum stöðum. Á stundum sem þessum verður til samruni tónlistar, ljóðlistar, samveru og tengsla fólks á milli. Allt rennur saman í eitt.“
Anna gaf út plötu árið 2015 og fór í …
Athugasemdir