Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bakteríuflóran hefur áhrif á virkni parkinsonslyfja

Lyfja­með­ferð sem er sér­hæfð fyr­ir hvern ein­stak­ling fyr­ir sig ætti því ekki ein­ung­is að taka til greina erfða­bak­grunn sjúk­lings­ins held­ur einnig um­hverf­is­þætti á borð við ör­veruflór­una sem bygg­ir ein­stak­ling­inn.

Bakteríuflóran hefur áhrif á virkni parkinsonslyfja

Parkinsons er taugasjúkdómur sem talið er að hrjái allt að 1% manna á heimsvísu. Lyfjameðferð við sjúkdómnum miðar að því að draga úr einkennum þeirra sem af sjúkdómnum þjást og er eitt algengasta lyfið við Parkinsons levodopa eða L-dopa.

Einn af helstu annmörkum lyfsins, sem er forveraefni dópamíns, er hversu óskilvirkur flutningur þess er til heila, þar sem lyfið hefur virkni. Flutningur á lyfinu er mjög misjafn eftir sjúklingum en talið er að einungis 1–5% af virka efninu nái til heila áður en það er brotið niður.

Bakteríurnar koma enn og aftur við sögu

Rannsóknarhópur við Harvard University leiddi líkur að því að ein ástæða þess að lyfið er svona óskilvirkt gæti legið í samsetningu bakteríuflóru sjúklinganna. Þeirra helsta vísbending var sú staðreynd að sýklalyfjameðhöndlun hefur jákvæð áhrif á skilvirkni L-dopa.

Í mörgum tilfellum treystum við á þarmaflóruna okkar til að hjálpa til við niðurbrot ýmissa næringarefna. Við eigum til dæmis bágt með að ráðast á öll þessi flóknu kolvetni og trefjar sem við borðum án þess að njóta aðstoðar frá þessum litlu vinum okkar.

En bakteríurnar gera lítinn greinarmun á því sem við innbyrðum og reyna að gera sér mat úr öllu því sem við setjum í meltingarveginn. Hvort sem um ræðir mat eða lyf. Í sumum tilfellum getur þetta haft neikvæð áhrif.  

Leitin að sökudólginum

Til að skoða hvort einhverjar sérstakar bakteríur gætu orsakað þetta notaði rannsóknarhópurinn gagnabanka sem heitir Human Micribiome Project. Rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á þarmaflóru fólks um allan heim hafa lagt raðgreininga-upplýsingar inn í þennan gagnabanka.

Það þýðir að í honum er hægt að finna upplýsingar um helstu bakteríur sem byggja þarmaflóru manna víðs vegar um heiminn. Upplýsingar á borð við samsetningu þarmaflórunnar sem og heilraðgreiningar á ákveðnum bakteríum eru þarna opnar öllum þeim sem vilja nota gagnabankann til frekari rannsókna.

Þar sem til er þekkt ensím í erfðamengi mannsins sem getur breytt L-dopa í dópamín, fannst rannsóknarhópnum upplagt að nota aðgang sinn að heilraðgreindum bakteríum úr þarmaflórunni til að leita að svipuðu ensími.

Eftir nokkra leit kom í ljós að baktería sem gjarnan lifir í mannslíkamanum tjáir mjög svipað ensím sem hefur eiginleikann til að brjóta lyfið niður. Bakterían ber nafnið Enterococcus faecalis (E. faecalis).

Fleiri bakteríur koma við sögu

Þar er þó ekki öll sagan sögð, því þegar E. faecalis hefur búið til dópamín úr L-dopa er önnur baktería sem tekur að sér að éta dópamínið. Sú baktería heitir Eggerthella lenta (E. lenta).

Þegar E. lenta nýtir sér dópamín til orkuinntöku brýtur hún það niður og skilar út efni sem kallast meta-tyramine. Meta-tyramine verður þá að öllum líkindum eftir í meltingarvegi sjúklingsins og telur rannsóknarhópurinn að hér sé að finna skýringu á því hvers vegna lyfið veldur í mörgum tilfellum ógleði hjá sjúklingum.

Hindrar á örveruflóruna

Það er til lítils að gefa alltaf sýklalyf samhliða L-dopa til að auka skilvirkni lyfsins og koma í veg fyrir ógleði. Slíkt myndi í besta falli bara ýta undir vöxt sýklalyfjaónæmra baktería.

Það sem er þó hægt að gera er að þróa hindra, lyf sem hægt er að gefa samhliða L-dopa sem myndi koma í veg fyrir virkni þeirra ensíma sem bæði E. faecalis og E. lenta nota til að hindra virkni lyfsins.

Hver eru áhrifin þegar horft er til annarra lyfja?

Þó hér hafi einungis verið horft á verkan lyfsins L-dopa er engin ástæða til að halda að örveruflóran okkar geri mikinn greinarmun á þeim lyfjum sem við tökum. Samsetning bakteríuflórunnar gæti þess vegna útskýrt að hluta til hvers vegna lyf virka ekki eins í öllum.

Í því tilfelli sem hér er rætt hafa bakteríurnar slæm áhrif vegna þess að lyfin virka ekki rétt. Í öðrum tilfellum gæti aukaverkunin verið verri, niðurbrot bakteríanna gæti jafnvel búið til afleiðu af lyfinu sem er hættuleg sjúklingnum.

Lyfjameðferð sem er sérhæfð fyrir hvern einstakling fyrir sig ætti því ekki einungis að taka til greina erfðabakgrunn sjúklingsins heldur einnig umhverfisþætti á borð við örveruflóruna sem byggir einstaklinginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár