Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Réðu tengdason bæjarstjóra í slökkviliðið

Tengda­son­ur Kjart­ans Más Kjart­ans­son­ar, bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar, var fast­ráð­inn til Bruna­varna Suð­ur­nesja þrátt fyr­ir að hafa ekki lög­gild­ingu sem slökkvi­liðs­mað­ur. Jón Guð­laugs­son slökkvi­liðs­stjóri seg­ir fast­ar stöð­ur aldrei aug­lýst­ar hjá embætt­inu.

Réðu tengdason bæjarstjóra í slökkviliðið
Jón Guðlaugsson Slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja hefur verið umdeildur vegna fjármála og ráðningar skyldmenna.

Brunavarnir Suðurnesja réðu fjögur í föst störf sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í apríl. Öll voru með löggildingu sem slík nema einn, sem er tengdasonur bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Slökkviliðsstjóri segir ráðninguna eðlilega.

Stöðurnar fjórar voru einungis auglýstar innanhúss. Einn annar umsækjandi, sem ekki vinnur hjá Brunavörnum Suðurnesja, hefur löggildingu sem slökkviliðsmaður, en umsókn hans var ekki tekin til greina.

„Við erum að ráða menn úr hlutastarfi í fasta framtíðarstöðu,“ segir Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri. „Við erum með tuttugu manna hóp sem eru hlutastarfandi slökkviliðsmenn og þeir hafa forgang í stöður sem losna. Það er ráðið innan úr hópnum, þannig hefur það verið í fjöldamörg ár.“

Jón segir öll fjögur sem ráðin voru hafa verið í varaliði slökkviliðsins. „Þið hafið ekki séð í mörg ár og áratugi auglýsingu frá Brunavörnum Suðurnesja þar sem er auglýst eftir slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum í fullt starf,“ segir hann. „Þetta er aðferðarfræði, því við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
1
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
6
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár