Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mögulegt að fleiri Íslendingar dragist inn í rannsóknina

Krist­inn Hrafns­son krefst svara og seg­ist hafa heim­ild­ir fyr­ir því að ís­lensk yf­ir­völd hafi veitt banda­rísk­um stjórn­völd­um liðsinni við „svo­kall­aða sak­a­rann­sókn“ gegn Ju­li­an Assange og Wiki­Leaks, rann­sókn sem hann seg­ir minna meira á póli­tísk­ar of­sókn­ir og of­stæki en saka­mál­a­rann­sókn.

Mögulegt að fleiri Íslendingar dragist inn í rannsóknina

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, greinir frá því að honum hafi borist til eyrna að fyrir um mánuði síðan, eða þann 6. maí, hafi lögreglumaður frá FBI komið til Íslands vegna rannsóknar á hendur Julian Assange og WikiLeaks. Með honum í för hafi verið saksóknari frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Með aðstoð íslensku lögreglunnar hafi þeim tekist að hafa uppi á Sigurði Inga Þórðarsyni, og haft milligöngu um að leggja fyrir hann rannsóknarspurningar, áður en honum var flogið út til Bandaríkjanna þar sem hann dvaldi í boði þarlendra fram að síðustu helgi. 

„Ég vænti þess að fleirum en mér þyki forvitnilegt að vita hvernig vera megi að íslensk yfirvöld veiti liðsinni sitt í pólitískum ofsóknum og ofstæki sem lýst hefur verið sem skelfilegustu aðför að frelsi fjölmiðla á Vesturlöndum og blaðamennsku í heiminum á síðari tímum. Þær ofsóknir beinast meðal annars að íslenskum ríkisborgurum,“ skrifar Kristinn í færslu sem hann birti á Facebook fyrr í kvöld. Þar greinir hann jafnframt frá því að hann hafi sent  fyrirspurn á forsætisráðherra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Fyrirspurn hans hafi ekki verið svarað.

Fleiri Íslendingar gætu flækst í málið

Í erindi Kristins krefst hann svara, meðal annars á þeim forsendum að sakarannsóknin gegn WikiLeaks beinist meðal annars að honum, auk þess sem fleiri Íslendingar gætu flækst inn í þá rannsókn.

„Fullyrt er að hingað til lands hafi komið tveir fulltrúar frá þessum embættum 6. maí s.l. og átt í samskiptum við Ríkislögreglustjórann og embætti Ríkissaksóknara sem mér er sagt að hafi haft milligöngu um samnngagerð við Sigurð Inga um að hann bæri vitni í téðri sakarannsókn gegn fullvissu um eigið friðhelgi. Fylgir sögunni að íslensk embætti hafi haft milligöngu um að útvega Sigðurði lögmann til að gæta hans hagsmuna. Í kjölfarið hafi Sigurður haldið til Bandaríkjanna þann 27. maí s.l. Og dvalið þar til 1. júní og gefið sinn vitnisburð sem innlegg í sakarannsóknina sem rekin er fyrir leynidómstól (Grand Jury) í austurhluta Virginíuríkis.“

Umræddur Sigurður er betur þekktur sem Siggi hakkari, en árið 2015 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á níu drengjum á aldrinum 15-17 ára með tælingum og kaupum á vændi. Sjálfur var hann 23 ára gamall þegar dómur féll og gekkst hann við brotunum og samþykkti að greiða þolendum sínum miskabætur. 

„Auk þess sem mögulegt er að fleiri Íslendingar en ég dragist í net þessarar rannsóknar sem ber meiri blæ af pólitískum ofsóknum en sakarannsókn“ 

„Þar sem staðfest er að ég hef um árabil verið viðfang þessarar sakarannsóknar, svo og tveir af mínum fyrrverandi og núverandi samstarfsfélögum (Sarah Harrisson og Joseph Farrell), auk þess sem mögulegt er að fleiri Íslendingar en ég dragist í net þessarar rannsóknar sem ber meiri blæ af pólitískum ofsóknum en sakarannsókn, og fyrir það að ég ritstýri WikiLeaks um þessar mundir, tel ég yður skylt að veita mér upplýsingar um þetta tilvik,“ segir meðal annars í bréfi Kristins.

Hafði forsætisráðherra vitneskju um aðstoð yfirvalda?

Beinir hann eftirfarandi spurningum til stjórnvalda:

Til utanríkisráðherra: Hafðir þú eða ráðuneyti þitt vitneskju og/eða milligöngu um að þessir embættismenn kæmu til landsins í fyrrgreindum erindagjörðum?

Til dómsmálaráðherra: Hafðir þú, ráðuneytið þitt og/eða undirstofnanir vitneskju og/eða milligöngu um þessa aðstoð við hina erlendu sakarannsókn?

Til Ríkislögreglustjóra: Á hvaða grunni veitti embætti yðar þessa aðstoð sem meðal annars beinist gegn hagsmunum íslenskra ríkisborgarar?

Til Ríkissaksóknara: Á hvaða lagagrunni byggir embætti yðar þegar veitt er aðstoð af þessu tagi?

Til forsætisráðherra: Var yður sem forsætisráðherra ljóst að ríkisstjórn í nafni yðar og embættismenn sem starfa undir hennar stjórn, væru með þessum hætti að veita aðstoð sína við pólitíska aðgerð sem nú þegar er fordæmd víða um heim sem ein versta aðför að frelsi fjölmiðla á síðari tímum?

Hætta á 175 ára fangelsisdómi

Að lokum óskar hann svara fyrir 14. Júní, þegar frestur bandarískra yfirvalda rennur út til að skila inn skjölum og bæta við ákærum á hendur Julian Assange, útgefanda WikiLeaks, til að styðja við framsalskröfu í Bretlandi. Nú þegar séu ákæruliðir orðnir 18, þar af 17 sem byggðir eru á njósnalöggjöf frá 1917 sem er nú í fyrsta sinn beitt gegn blaðamönnum. Samtals fela þessir átján ákæruliðir samanlagða hámarksrefsingu upp á 175 ára fangelsi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár