Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslenska ríkið braut gegn sakborningum í Al-Thani málinu

Störf son­ar hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ans Árna Kol­beins­son­ar fyr­ir Kaupþing ollu því að draga mátti í efa að dóm­ur­inn væri óvil­hall­ur. Máls­með­ferð­in tal­in rétt­lát að öðru leyti.

Íslenska ríkið braut gegn sakborningum í Al-Thani málinu
Hæstaréttardómari var vanhæfur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að því að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið vanhæfur í Al-Thani málinu.

Íslenska ríkið braut gegn rétti sakborninga í Al-Thani málinu til réttlátrar málsmeðferðar fyrir óvilhöllum dómstóli þegara sakborningum og lögmönnum þeirra var ekki gert viðvart um tengsl sem hugsanlega hefðu getað leitt til vanhæfis eins dómara Hæstaréttar.

Umræddur dómari, Árni Kolbeinsson, er faðir Kolbeins Árnasonar sem vann hjá Kaupþingi fyrir fall bankans og eftir það fyrir skilanefnd bankans. Sakborningarnir gátu með réttu dregið í efa að Hæstiréttur væri óvilhallur í málinu vegna umræddra tengsla. Þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem birtur var í morgun. Að öðru leyti taldi dómstóllinn að málsmeðferð í Al-Thani málinu hefði verið sanngjörn og fellst ekki á aðrar umkvartanir þáverandi stjórnenda Kaupþings, sem kærðu dóm Hæstaréttar yfir sér til dómsstólsins.

Fyrrverandi stjórnendur Kaupþings, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson voru sakfelldir fyrir aðild sína að Al-Thani málinu, fyrst í héraði og síðan í Hæstarétti árið 2015, og voru þeir dæmdir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun, í fjögurra til fimm og hálfs árs fangelsi hver fyrir sig.

Sakborningarnir fjórir kærðu málið til Mannréttindadómstóls Evrópu með þeim rökum að þeir hefðu ekki hlotið réttláta og óvilhalla málsmeðferð hér á landi. Tiltóku þeir þannig að hvoru tveggja hefði eiginkona hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar verið varaformaður Fjármálaeftirlitsins meðan rannsókn á Kaupþingi stóð yfir og einnig að sonur Árna, Kolbeinn, hefði starfað fyrir Kaupþing fyrir fall hans og síðan fyrir skilanefnd bankans. Þá töldu þeir sig ekki hafa hlotið nægan aðgang að gögnum málsins við vörn sína.

Mannréttindadómstóllinn úrskurðaði um að vafi væri á hæfi Árna í málinu sökum starfa Kolbeins sonar hans fyrir bankann en fjórmenningarnir eða lögmenn þeirra voru ekki upplýstir um tengsl þeirra feðga og höfðu því ekki kost á að andmæla setu Árna í dómnum. Er íslenska ríkinu gert að greiða fjórmenningunum 2.000 evrur hverjum fyrir sig til að standa straum af málskostnaði. Mannréttindadómstóllinn féllst hins vegar ekki á aðrar kröfur í málinu og taldi að málsmeðferðin hefði að öðru leyti verið réttlát.

Al-Thani málið snerist um sýndarviðskipti með hlutabréf í Kaupþingi banka en í september árið 2008 var tilkynnt að sheikh Mohammed bin Khalifa Al-Thani hefði keypt ríflega fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25,7 milljarða króna. Hins vegar leiddi rannsókn embættis sérstaks saksóknara í ljós að kaupin voru fjármögnuð af bankanum sjálfum til að fegra stöðu hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár