Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sigmundur Davíð hitti Douglas Murray, manninn sem segir Evrópu vera að deyja vegna innflytjenda

Bresk­ur aft­ur­halds­mað­ur sem seg­ir að Evr­ópa sé að „fremja sjálfs­morð“ hitti Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í Al­þing­is­hús­inu í gær.

Sigmundur Davíð hitti Douglas Murray, manninn sem segir Evrópu vera að deyja vegna innflytjenda

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, hitti breska rithöfundinn og blaðamanninn Douglas Murray í gær. 

„Sönn ánægja að hitta Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í íslenska þinghúsinu,“ skrifar Douglas Murray á Twitter og birtir mynd af þeim kumpánum.

Bretinn flutti fyrirlestur í Hörpu í gærkvöldi en hann er þekktur fyrir skrif sín í breskum dagblöðum og höfundur bókarinnar Dauði Evrópu: Innflytjendur, sjálfsmynd, íslam sem nýlega kom út í þýðingu Jóns Magnússonar, lögmanns og fyrrverandi þingmanns. Félagið Tjáningarfrelsið gaf út bókina og skipulagði viðburðinn, en þjóðernishyggjusamtökin Vakur tóku þátt í að kynningu á honum.

„Evrópa er að fremja sjálfsmorð,“ segir Murray í inngangsorðum bókarinnar sem fjallar með gagnrýnum hætti um fjölmenningarhyggju og fjölgun innflytjenda í Evrópu. Heldur Murray því fram að þöggun ríki um innflytjendamál á Vesturlöndum, meðal annars vegna þess að Evrópumenn séu þjakaðir af sektarkennd vegna nýlendustefnu fortíðar.

Hér má sjá Steve Bannon, Viktor Orbán, Douglas Murray og fleiri.

Einn af aðdáendum Murray er Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem rekið hefur harða innflytjendastefnu síðan hann tók við embætti árið 2010. Orbán hefur birt mynd af sér á Facebook við lestur Dauða Evrópu og í fyrra bauð hann Douglas Murray til móttöku í ungverska þinghúsinu ásamt Stephen K. Bannon, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump og fleirum.

Sigmundur Davíð hefur gagnrýnt „pólitíska rétthugsun“ og ekki hikað við að beita þjóðernissinnaðri orðræðu. Nýlega kölluðu tveir félagar hans í þingflokki Miðflokksins eftir því að frumvarp dómsmálaráðherra um herta útlendingalöggjöf yrði tekið sem fyrst á dagskrá Alþingis til að spara ríkinu fjármuni í útlendingamálum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár