Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sigmundur Davíð hitti Douglas Murray, manninn sem segir Evrópu vera að deyja vegna innflytjenda

Bresk­ur aft­ur­halds­mað­ur sem seg­ir að Evr­ópa sé að „fremja sjálfs­morð“ hitti Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í Al­þing­is­hús­inu í gær.

Sigmundur Davíð hitti Douglas Murray, manninn sem segir Evrópu vera að deyja vegna innflytjenda

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, hitti breska rithöfundinn og blaðamanninn Douglas Murray í gær. 

„Sönn ánægja að hitta Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í íslenska þinghúsinu,“ skrifar Douglas Murray á Twitter og birtir mynd af þeim kumpánum.

Bretinn flutti fyrirlestur í Hörpu í gærkvöldi en hann er þekktur fyrir skrif sín í breskum dagblöðum og höfundur bókarinnar Dauði Evrópu: Innflytjendur, sjálfsmynd, íslam sem nýlega kom út í þýðingu Jóns Magnússonar, lögmanns og fyrrverandi þingmanns. Félagið Tjáningarfrelsið gaf út bókina og skipulagði viðburðinn, en þjóðernishyggjusamtökin Vakur tóku þátt í að kynningu á honum.

„Evrópa er að fremja sjálfsmorð,“ segir Murray í inngangsorðum bókarinnar sem fjallar með gagnrýnum hætti um fjölmenningarhyggju og fjölgun innflytjenda í Evrópu. Heldur Murray því fram að þöggun ríki um innflytjendamál á Vesturlöndum, meðal annars vegna þess að Evrópumenn séu þjakaðir af sektarkennd vegna nýlendustefnu fortíðar.

Hér má sjá Steve Bannon, Viktor Orbán, Douglas Murray og fleiri.

Einn af aðdáendum Murray er Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem rekið hefur harða innflytjendastefnu síðan hann tók við embætti árið 2010. Orbán hefur birt mynd af sér á Facebook við lestur Dauða Evrópu og í fyrra bauð hann Douglas Murray til móttöku í ungverska þinghúsinu ásamt Stephen K. Bannon, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump og fleirum.

Sigmundur Davíð hefur gagnrýnt „pólitíska rétthugsun“ og ekki hikað við að beita þjóðernissinnaðri orðræðu. Nýlega kölluðu tveir félagar hans í þingflokki Miðflokksins eftir því að frumvarp dómsmálaráðherra um herta útlendingalöggjöf yrði tekið sem fyrst á dagskrá Alþingis til að spara ríkinu fjármuni í útlendingamálum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár