Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigmundur Davíð hitti Douglas Murray, manninn sem segir Evrópu vera að deyja vegna innflytjenda

Bresk­ur aft­ur­halds­mað­ur sem seg­ir að Evr­ópa sé að „fremja sjálfs­morð“ hitti Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í Al­þing­is­hús­inu í gær.

Sigmundur Davíð hitti Douglas Murray, manninn sem segir Evrópu vera að deyja vegna innflytjenda

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, hitti breska rithöfundinn og blaðamanninn Douglas Murray í gær. 

„Sönn ánægja að hitta Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í íslenska þinghúsinu,“ skrifar Douglas Murray á Twitter og birtir mynd af þeim kumpánum.

Bretinn flutti fyrirlestur í Hörpu í gærkvöldi en hann er þekktur fyrir skrif sín í breskum dagblöðum og höfundur bókarinnar Dauði Evrópu: Innflytjendur, sjálfsmynd, íslam sem nýlega kom út í þýðingu Jóns Magnússonar, lögmanns og fyrrverandi þingmanns. Félagið Tjáningarfrelsið gaf út bókina og skipulagði viðburðinn, en þjóðernishyggjusamtökin Vakur tóku þátt í að kynningu á honum.

„Evrópa er að fremja sjálfsmorð,“ segir Murray í inngangsorðum bókarinnar sem fjallar með gagnrýnum hætti um fjölmenningarhyggju og fjölgun innflytjenda í Evrópu. Heldur Murray því fram að þöggun ríki um innflytjendamál á Vesturlöndum, meðal annars vegna þess að Evrópumenn séu þjakaðir af sektarkennd vegna nýlendustefnu fortíðar.

Hér má sjá Steve Bannon, Viktor Orbán, Douglas Murray og fleiri.

Einn af aðdáendum Murray er Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem rekið hefur harða innflytjendastefnu síðan hann tók við embætti árið 2010. Orbán hefur birt mynd af sér á Facebook við lestur Dauða Evrópu og í fyrra bauð hann Douglas Murray til móttöku í ungverska þinghúsinu ásamt Stephen K. Bannon, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump og fleirum.

Sigmundur Davíð hefur gagnrýnt „pólitíska rétthugsun“ og ekki hikað við að beita þjóðernissinnaðri orðræðu. Nýlega kölluðu tveir félagar hans í þingflokki Miðflokksins eftir því að frumvarp dómsmálaráðherra um herta útlendingalöggjöf yrði tekið sem fyrst á dagskrá Alþingis til að spara ríkinu fjármuni í útlendingamálum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár