Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigmundur Davíð hitti Douglas Murray, manninn sem segir Evrópu vera að deyja vegna innflytjenda

Bresk­ur aft­ur­halds­mað­ur sem seg­ir að Evr­ópa sé að „fremja sjálfs­morð“ hitti Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í Al­þing­is­hús­inu í gær.

Sigmundur Davíð hitti Douglas Murray, manninn sem segir Evrópu vera að deyja vegna innflytjenda

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, hitti breska rithöfundinn og blaðamanninn Douglas Murray í gær. 

„Sönn ánægja að hitta Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í íslenska þinghúsinu,“ skrifar Douglas Murray á Twitter og birtir mynd af þeim kumpánum.

Bretinn flutti fyrirlestur í Hörpu í gærkvöldi en hann er þekktur fyrir skrif sín í breskum dagblöðum og höfundur bókarinnar Dauði Evrópu: Innflytjendur, sjálfsmynd, íslam sem nýlega kom út í þýðingu Jóns Magnússonar, lögmanns og fyrrverandi þingmanns. Félagið Tjáningarfrelsið gaf út bókina og skipulagði viðburðinn, en þjóðernishyggjusamtökin Vakur tóku þátt í að kynningu á honum.

„Evrópa er að fremja sjálfsmorð,“ segir Murray í inngangsorðum bókarinnar sem fjallar með gagnrýnum hætti um fjölmenningarhyggju og fjölgun innflytjenda í Evrópu. Heldur Murray því fram að þöggun ríki um innflytjendamál á Vesturlöndum, meðal annars vegna þess að Evrópumenn séu þjakaðir af sektarkennd vegna nýlendustefnu fortíðar.

Hér má sjá Steve Bannon, Viktor Orbán, Douglas Murray og fleiri.

Einn af aðdáendum Murray er Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem rekið hefur harða innflytjendastefnu síðan hann tók við embætti árið 2010. Orbán hefur birt mynd af sér á Facebook við lestur Dauða Evrópu og í fyrra bauð hann Douglas Murray til móttöku í ungverska þinghúsinu ásamt Stephen K. Bannon, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump og fleirum.

Sigmundur Davíð hefur gagnrýnt „pólitíska rétthugsun“ og ekki hikað við að beita þjóðernissinnaðri orðræðu. Nýlega kölluðu tveir félagar hans í þingflokki Miðflokksins eftir því að frumvarp dómsmálaráðherra um herta útlendingalöggjöf yrði tekið sem fyrst á dagskrá Alþingis til að spara ríkinu fjármuni í útlendingamálum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár