Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forsætisnefnd telur of langt gengið í gagnsæisátt

For­sæt­is­nefnd Al­þing­is vill að upp­lýs­inga­lög verði að­eins lát­in ná yf­ir stjórn­sýslu Al­þing­is en ekki aðra starf­semi þess. Þá kalla Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eft­ir laga­breyt­ing­um sem myndu gera al­menn­ingi erf­ið­ara að nálg­ast „gögn sem geta varð­að einka­hags­muni“.

Forsætisnefnd telur of langt gengið í gagnsæisátt

Forsætisnefnd Alþingis telur að of langt sé gengið í gagnsæisátt í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um útvíkkun á gildissviði upplýsingalaga.

Katrín Jakobsdóttirforsætisráðherra

Frumvarp ráðherra var samið af starfshópi ríkisstjórnarinnar um umbætur á löggjöf er varðar tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingarfrelsi og felur meðal annars í sér að efnisákvæði upplýsingalaga verða látin ná til Alþingis og þess hluta starfsemi dómstóla sem ekki felur í sér meðferð einstakra dómsmála. Þá er mælt fyrir um að ráðuneyti skuli birta almenningi upplýsingar úr málaskrám sínum með rafrænum hætti auk þess sem komið verði á fót sérstöku starfi ráðgjafa um upplýsingarétt almennings sem vinni að bættri upplýsingagjöf stjórnvalda.

Forsætisnefnd Alþingis hefur, í samráði við ríkisendurskoðanda og umboðsmann Alþingis, lagt til að upplýsingalög verði aðeins látin ná yfir stjórnsýslu Alþingis en ekki aðra starfsemi þess. Þá skuli vera hafið yfir allan vafa að stofnanir Alþingis, umboðsmaður Alþingis, Ríkisendurskoðun og rannsóknarnefndir séu undanþegnar gildissviði upplýsingalaga.

Steingrímur J. Sigfússon sendi nýlega stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd erindi vegna málsins þar sem þessi afstaða forsætisnefndar er áréttuð. Fram kemur að með því að takmarka þannig gildissvið upplýsinga vilji forsætisnefnd „varðveita sjálfstæði þessara stofnana þingsins m.a. frá framkvæmdarvaldinu og þeim reglum sem gilda um starfsemi þess“.

Halldór Benjamín Þorbergssonframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

SA vilja gera erfiðara
að nálgast „gögn sem geta varðað einkahagsmuni“

Umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um frumvarp forsætisráðherra og gildissvið upplýsingalaga hefur ekki aðeins kallað á viðbrögð frá forsætisnefnd þingsins heldur einnig orðið tilefni athugasemda frá Samtökum atvinnulífsins (SA), stærstu hagsmunasamtökum fyrirtækjarekenda á Íslandi. 

SA hvetja Alþingi til að breyta upplýsingalögum til að „tryggja rétt einkaaðila við afgreiðslu upplýsingabeiðna, hjá þeim sem falla undir upplýsingalögin“. Til að mynda vilja SA að þeir sem óska eftir upplýsingum frá hinu opinbera verði skyldaðir til að „tiltaka tilgang beiðninnar“ auk þess sem stjórnvöld verði látin eiga samráð við einkaaðila áður en veittur er aðgangur að „gögnum sem geta varðað einkahagsmuni“ þeirra. Stungið er upp á ýmsum nýjum ákvæðum til að verja réttindi einkaaðila sem hafa hagsmuni af því að upplýsingar á vegum hins opinbera fari leynt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár