Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forsætisnefnd telur of langt gengið í gagnsæisátt

For­sæt­is­nefnd Al­þing­is vill að upp­lýs­inga­lög verði að­eins lát­in ná yf­ir stjórn­sýslu Al­þing­is en ekki aðra starf­semi þess. Þá kalla Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eft­ir laga­breyt­ing­um sem myndu gera al­menn­ingi erf­ið­ara að nálg­ast „gögn sem geta varð­að einka­hags­muni“.

Forsætisnefnd telur of langt gengið í gagnsæisátt

Forsætisnefnd Alþingis telur að of langt sé gengið í gagnsæisátt í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um útvíkkun á gildissviði upplýsingalaga.

Katrín Jakobsdóttirforsætisráðherra

Frumvarp ráðherra var samið af starfshópi ríkisstjórnarinnar um umbætur á löggjöf er varðar tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingarfrelsi og felur meðal annars í sér að efnisákvæði upplýsingalaga verða látin ná til Alþingis og þess hluta starfsemi dómstóla sem ekki felur í sér meðferð einstakra dómsmála. Þá er mælt fyrir um að ráðuneyti skuli birta almenningi upplýsingar úr málaskrám sínum með rafrænum hætti auk þess sem komið verði á fót sérstöku starfi ráðgjafa um upplýsingarétt almennings sem vinni að bættri upplýsingagjöf stjórnvalda.

Forsætisnefnd Alþingis hefur, í samráði við ríkisendurskoðanda og umboðsmann Alþingis, lagt til að upplýsingalög verði aðeins látin ná yfir stjórnsýslu Alþingis en ekki aðra starfsemi þess. Þá skuli vera hafið yfir allan vafa að stofnanir Alþingis, umboðsmaður Alþingis, Ríkisendurskoðun og rannsóknarnefndir séu undanþegnar gildissviði upplýsingalaga.

Steingrímur J. Sigfússon sendi nýlega stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd erindi vegna málsins þar sem þessi afstaða forsætisnefndar er áréttuð. Fram kemur að með því að takmarka þannig gildissvið upplýsinga vilji forsætisnefnd „varðveita sjálfstæði þessara stofnana þingsins m.a. frá framkvæmdarvaldinu og þeim reglum sem gilda um starfsemi þess“.

Halldór Benjamín Þorbergssonframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

SA vilja gera erfiðara
að nálgast „gögn sem geta varðað einkahagsmuni“

Umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um frumvarp forsætisráðherra og gildissvið upplýsingalaga hefur ekki aðeins kallað á viðbrögð frá forsætisnefnd þingsins heldur einnig orðið tilefni athugasemda frá Samtökum atvinnulífsins (SA), stærstu hagsmunasamtökum fyrirtækjarekenda á Íslandi. 

SA hvetja Alþingi til að breyta upplýsingalögum til að „tryggja rétt einkaaðila við afgreiðslu upplýsingabeiðna, hjá þeim sem falla undir upplýsingalögin“. Til að mynda vilja SA að þeir sem óska eftir upplýsingum frá hinu opinbera verði skyldaðir til að „tiltaka tilgang beiðninnar“ auk þess sem stjórnvöld verði látin eiga samráð við einkaaðila áður en veittur er aðgangur að „gögnum sem geta varðað einkahagsmuni“ þeirra. Stungið er upp á ýmsum nýjum ákvæðum til að verja réttindi einkaaðila sem hafa hagsmuni af því að upplýsingar á vegum hins opinbera fari leynt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár