Sjófuglar eru þeir fuglar sem mun fækka mest til ársins 2050 samkvæmt Erpi Snæ Hansen, doktor í líffræði. Ísland og hafsvæðið umhverfis landið eru mikilvæg útbreiðslusvæði nokkurra stærstu sjófuglastofna í Norðaustur-Atlantshafi.
Ástæða þess að þessum tegundum fer fækkandi tengist fæðuskilyrðum í sjó. „Ef hlýnunin heldur áfram hefur það áhrif á fæðuna. Það er lykilatriði í spám með sjófugla. Þeir eru allir að éta sömu fæðuna, loðnu og sandsíli. Sílið hefur brugðist sérstaklega illa við þessum hitabreytingum. Aukin úrkoma og skýjafar mun einnig hafa áhrif á fæðuskilyrði, mun vinna til viðbótar við hitastigið,“ segir Erpur.
Þeir sjófuglar sem eru í bráðustu hættu þegar litið er til loftslagsmála eru lundi, stuttnefja, skúmur, fýll, langvía, kría, sjósvala og toppskarfur.
Samkvæmt Erpi er lundinn í mestri hættu en við framreiknun á framtíðarspá á stofni lundans er einungis tímaspursmál hvenær hann hverfur alveg. Spár gera ráð fyrir því að stofninum fækki um 90 prósent til …
Athugasemdir