Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrirtækin sem menga mest

Los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda vegna iðn­að­ar á Ís­landi mun aukast veru­lega næstu ár­in, með­al ann­ars vegna stór­iðju­verk­efna sem nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar bera póli­tíska ábyrgð á.

Fyrirtækin sem menga mest
Iðnaðarmengun eykst Álframleiðsla á Íslandi er umhverfisvænni en víðast hvar í heiminum í ljósi þess að hér er hún knúin af vatnsafli og jarðvarma. Engu að síður er Rio Tinto á meðal þeirra fyrirtækja sem menga mest á Íslandi og jafnframt á lista Carbon Majors og Climate Accountability Institute yfir þau 100 stórfyrirtæki sem bera ábyrgð á mestri losun gróðurhúsalofttegunda í heimi. Mynd: Pressphotos

Alcoa Fjarðaál, Norðurál á Grundartanga og Icelandair eru þau einstöku fyrirtæki sem ollu mestri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi árið 2018. Þetta kemur fram í gögnum sem eru aðgengileg á upplýsingavef Evrópusambandsins um útblástur sem fellur undir ETS-viðskiptakerfið með losunarheimildir.

Fyrirtækin þrjú losuðu hvert um sig meira en 500 þúsund tonn koltvísýringsígilda á árinu. Aðrir stórir mengunarvaldar voru Elkem Ísland, sem rekur kísilverið á Grundartanga, Rio Tinto Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík og flugfélagið WOW air sem nú er farið í þrot.

Kísilver PCC á Bakka var gangsett í fyrra og losaði alls 50.402 tonn af CO2. Samkvæmt mati á umhverfisáhrifum PCC er áætlað að árleg losun gróðurhúsalofttegunda frá kísilverinu verði um 181.500 tonn CO2-ígilda á ári í fyrsta áfanga og tvöfalt meiri þegar annar áfangi hefur verið tekinn í notkun, eða 363.000 tonn CO2-ígilda á ári. Fram kemur í samantekt Umhverfisstofnunar að losun í iðnaði hafi aukist lítillega milli ára, úr 1.831.667 tonnum af CO2 árið 2017 í 1.854.715 tonn af CO2 árið 2018. 

Þá er áætlað að heildarmagn losunar í kísilveri Thorsil verði 396.000 tonn CO2-ígilda á ári miðað við full afköst fyrsta áfanga samkvæmt vöktunaráætlun vegna ETS-kerfisins og tvöfalt meira eftir að seinni áfangi verður kominn í rekstur, eða 792.000 tonn.

Þannig mun losun frá stóriðju aukast verulega næstu árin, að stórum hluta vegna stóriðjuverkefna sem ýtt var úr vör í stjórnartíð þeirra flokka sem skipa núverandi ríkisstjórn. Til að mynda má ætla að kísilver PCC á Bakka, sem samþykkt var að reisa með milljarða ívilnunum frá hinu opinbera í stjórnartíð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, verði einn stærsti mengunarvaldurinn á sviði iðnaðar næstu árin. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár