Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Endurkoma sósíalískra stjórnmála í Bandaríkjunum

Sósí­al­ismi er skyndi­lega á allra vör­um í banda­rísk­um stjórn­mál­um, þökk sé for­setafram­boði Bernie Sand­ers 2016, en þó ekki síst Al­ex­andríu Ocasio-Cortez sem skaust upp á stjörnu­him­in banda­rískra stjórn­mála í kjöl­far sig­urs henn­ar á fram­bjóð­anda flokkseig­enda­fé­lags Demó­krata­flokks­ins í próf­kjöri flokks­ins í fyrra­sum­ar og svo ör­uggs sig­urs í þing­kosn­ing­un­um í nóv­em­ber. Ocasio-Cortez, sem er oft ein­fald­lega köll­uð AOC í banda­rískri stjórn­má­laum­ræðu, er yngsta kon­an sem hef­ur náð kjöri á Banda­ríkja­þing, hef­ur sett hug­mynd­ir á dag­skrá sem þóttu fjar­stæðu­kennd rót­tækni fyr­ir ör­fá­um ár­um.

Endurkoma sósíalískra stjórnmála í Bandaríkjunum
Alexandria Ocasio-Cortez

Fyrr í mánuðinum frumsýndu efnisveiturnar HBO og Netflix heimildamyndina Knock Down the House þar sem við fylgjumst með prófkjörsbaráttu fjögurra róttækra kvenna fyrir þingkosningarnar 2018. Við fylgjumst með því hvernig róttækir grasrótaraktivistar takast á við frambjóðendur sem njóta stuðnings flokksmaskínu Demókrataflokksins auk auðugra stuðningsmanna og stórfyrirtækja. Stjarna myndarinnar er sósíalistinn Alexandria Ocasio-Cortez, þá 28 ára gamall barþjónn og þjónn á Taco-veitingastað í Suður-Bronx. Persónutöfrar hennar og leifturskýr sýn á það verkefni sem hún hefur tekið að sér og vandamálin sem blasa við heilla áhorfendur. Myndin endar með óvæntum og glæsilegum sigri hennar á Joseph Crowley, fjórða valdamesta demókrata fulltrúadeildarinnar.

Sigurinn á Crowley, sem hafði aldrei fengið trúverðugt mótframboð í prófkjöri öll þau 20 ár sem hann hafði setið á þingi, klassískum flokkshesti sem minnti um margt á horfna tíma maskínustjórnmála New York, gaf myndinni yfirbragð ævintýris. Henni hefur enda verið lýst sem „feel-good“ mynd fyrir vinstrimenn. En hún er mun …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár