Árið 2012 valdi íslenska þjóðin sér nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við eigum nýja stjórnarskrá, sem var skrifuð í samvinnu við þjóðina, á opnum vettvangi sem hefur vakið athygli um heim allan og verið innblástur að opnum, lýðræðislegum ferlum í öðrum löndum. Íslenska þjóðin má vera gríðarlega stolt af þeirri vinnu.
Þó höfum við enn ekki fengið nýju stjórnarskránna okkar lögfesta, og sú skömm fylgir öllum þeim ríkisstjórnum sem hafa verið við völd á Íslandi síðan að þjóðin tjáði vilja sinn. Það er ekki lýðræðislegt að hunsa vilja kjósenda en þiggja þó frá þessum sömu kjósendum umboð til að fara með ríkisvald. Annað hvort treystir þingið þjóðinni eða það gerir það ekki. Ef þingið treystir ekki fólkinu í landinu getur það augljóslega ekki farið fram á að fólkið treysti löggjafanum, enda mælist traust á Alþingi nú um 18% sem ber sorglegan vitnisburð um stöðu fulltrúalýðræðis á Íslandi.
„Annaðhvort treystir þingið þjóðinni …
Athugasemdir