Heyrst hafa raddir sem segja að forysta eldri borgara hafi lítið látið í sér heyra á meðan krafa verkfólks stóð sem hæst í nýafstöðnum kjaraviðræðum. Auðvitað er erfitt að setja fram kröfur og berjast fyrir þeim þegar verkfallsréttur er enginn og engu hægt að hóta sem draga mundi samningsaðila að borðinu. En í aðdraganda kjarasamninga, þar sem lífskjarasamningur leit dagsins ljós, þótti eldri borgurum lítið vera tekið á lífskjörum þeirra. En segja má að þeir sem við samningaborðið sátu hafi ekki verið kosnir af eldriborgurum til að semja fyrir þeirra hönd, né heldur voru þeir aðilar sem verið var að semja við þeir réttu. Samningsaðilar eldri borgara er ríkisstjórnin og hefur lengi verið reynt að semja við hana um lágmarkslaun, afnám tekjutengingar og skerðingu á ellilífeyri, án árangurs. Þær launaskerðingar sem eldriborgarar verða fyrir á sér engin fordæmi.
En Bjarni Benediktsson svaraði fyrirspurn Loga Einarssonar á Alþingi, svohljóðandi:
„Ríkisstjórnin er …
Athugasemdir