Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkur samþykkti á miðvikudag tillögu um að selir fái friðhelgi á strandsvæðum og við árósa í Reykjavík. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðslu og sagði tillöguna sjónarspil.
Staða íslenskra selastofna er bágborin og eru bæði land- og útselur skráðir á válista yfir spendýr. Ráðið lagði til að lagaumgjörð um seli yrði endurskoðuð með það fyrir augum að tryggja vernd íslensku selastofnana til framtíðar. Þá þyrfti að endurskoða hvort málefni sela ættu ekki heima undir stjórn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
„Allt í kringum þessa tillögu er mikið sjónarspil og er í grunninn afskipti af stjórnsýslu ríkisins sem sveitarfélög hafa ekkert með að gera,“ segir í bókun Vigdísar á fundinum. „Afskipti borgarinnar um það hvaða málaflokkar eru í hvaða ráðuneyti eru merki um málþurrð, en hæg eru heimatökin því umhverfis- og auðlindaráðherra situr í skjóli Vinstri grænna og …
Athugasemdir