Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir selatillögu sjónarspil

„Það er mik­ið áhyggju­efni að sel­ir eru að kom­ast í út­rým­ing­ar­hættu en það verð­ur ekki leyst með til­lögu frá um­hverf­is- og heil­brigð­is­ráði Reykja­vík­ur,“ seg­ir Vig­dís Hauks­dótt­ir

Segir selatillögu sjónarspil
Selur Bæði landselir og útselir eru á válista.

Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkur samþykkti á miðvikudag tillögu um að selir fái friðhelgi á strandsvæðum og við árósa í Reykjavík. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðslu og sagði tillöguna sjónarspil.

Staða íslenskra selastofna er bágborin og eru bæði land- og útselur skráðir á válista yfir spendýr. Ráðið lagði til að lagaumgjörð um seli yrði endurskoðuð með það fyrir augum að tryggja vernd íslensku selastofnana til framtíðar. Þá þyrfti að endurskoða hvort málefni sela ættu ekki heima undir stjórn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Vigdís HauksdóttirFulltrúi Miðflokksins vill friðlýsa Faxaflóa.

„Allt í kringum þessa tillögu er mikið sjónarspil og er í grunninn afskipti af stjórnsýslu ríkisins sem sveitarfélög hafa ekkert með að gera,“ segir í bókun Vigdísar á fundinum. „Afskipti borgarinnar um það hvaða málaflokkar eru í hvaða ráðuneyti eru merki um málþurrð, en hæg eru heimatökin því umhverfis- og auðlindaráðherra situr í skjóli Vinstri grænna og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár