Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nær 1300 slösuðust eða létust í umferðarslysum í fyrra

18 manns dóu í bíl­slys­um ár­ið 2018. Sam­göngu­ráð­herra vill að ör­yggi verði met­ið fram­ar ferða­tíma í fram­kvæmd­um.

Nær 1300 slösuðust eða létust í umferðarslysum í fyrra

Alls slösuðust eða létust 1289 manns í umferðinni árið 2018, samkvæmt nýrri skýrslu Samgöngustofu. 18 manns dóu í fimmtán banaslysum og áttu karlmenn sök að máli í fjórtán þeirra. Ellefu þeirra látnu voru 36 ára eða yngri.

Í skýrslunni kemur fram að alvarlegum slysum vegna ölvunar- og fíkniefnaksturs fjölgar og sömuleiðis vegna framanákeyrslu. Á hinn bóginn fækkar alvarlegum slysum sem ungir ökumenn, á aldrinum 17 til 20 ára, eiga aðild að. Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði. Vegagerðin nýtir skýrsluna til að forgangsraða framkvæmdum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði í ávarpi á fundi um skýrsluna í morgun að mikilvægt væri að bæta umferðaröryggi. „Á aðeins fimm árum hefur umferðin á þjóðvegunum aukist um ríflega 40%,“ sagði Sigurður Ingi. „Umferðarslys og óhöpp eru talin kosta yfir 50 milljarða á ári, og er þá ekki talinn sá sársauki og sorg sem slysunum fylgja. Því er til mikils að vinna að draga úr slysum með öllum tiltækum ráðum. Því legg ég áherslu á að mannslíf og heilsa verði ávallt höfð í öndvegi og öryggi metið framar en ferðatími í forgangsröðun.“

Þá sagði ráðherra að ríkisstjórnin ætli að verja 120 milljörðum króna til vegaframkvæmda næstu fimm árin. Meðal annars verði aðskildar akstursstefnur á umferðarþyngstu þjóðvegum. „Nefna má að umferðarslysum á Reykjanesbrautinni hefur fækkað um 40% frá því að aksturstefnur voru aðskildar,“ sagði Sigurður Ingi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár